Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Page 104

Eimreiðin - 01.01.1941, Page 104
90 BIÐLAR AUMINGJANS EIMREIÐIN iiiu og reyndi þess vegna að drasla henni upp á stól. En hún var alveg grútmáttlaus. Mér fór ekki að verða um sel. Ég seild- ist eftir spegilsbroti á hillunni fyrir ofan Gvend og bar að vitum hennar. En það kom engin móða á það. Mér varð svo bilt við, að ég missti það á gólfið, og það fór í ótal mola. „Hún er dauð, Gvendur," sagði ég. Þá hætti Gvendur að kveða og fór að gráta. Það var farið með hann í fangelsið daginn eftir, og þar dó hann nokkrum árum seinna. Það var synd, ég segi það aftur, piltar, það var synd vegna þorsksins, þorpsins og sveitarinnar, því að Gvendur var með afbrigðum fiskinn. En hvað er ég að rausa! Hvers vegna held ég ekki áfram með söguna af henni Lísu? Ég vona, að þið fyrirgefið, þó að mér hafi dottið í hug þessi saga af honum Gvendi, því að, sko, ég er piparsveinn og dálítið einmana. Og þegar maður er einmana, þá hefur maður gaman af því að minnast. Já, það var í ltvöld, gamlárskvöld, sem ég var boðinn til Lisu og frænku hennar. Ég fór i snjáða flöjelstreyjuna og stakk silfurbúnu pontunni í vasann. En í treyjuvasann hafði ég lagt bleikrauða rós. Hana átti Lísa að fá í nýársgjöf. Þær höfðu beðið eftir mér. Á borðið var breiddur rauður dúkur, og á honum logaði á fjórum kertum. Og þarna sátu gömlu konurnar hátíðlegar, þegar ég lcom inn, í svörtum kjól- um með blek borið í saumana. Ermarnar voru broslega stuttar. Þær höfðu hrennt eini. Við gluggann söng stormurinn symphoníur Beethovens: grátur barnsins hungraða, ljóð skáldsins yfirgefna. Og við sát- um þarna inni þrjú og horfðum á loga lcertanna fjögurra. Lísu hafði hrakað mikið, síðan ég sá hana síðast. Hún var enn þá magrari og hendurnar varla annað en beinin. Nú hringdu kirkjuklukkurnar inni í þorpinu með djúpuin hreim. Lísa brosti hamingjusöm: „Hlustið þið á,“ sagði hún, „öld- urnar hringja bjöllunum á báti riddaranna. Þeir koma frá eynni handan við hafshrún, úr ævintýraheiminum. Þú varst vænn að koma með þessa rós, Bjössi. Fallegasti riddarinn minn á að fá hana.“ Hún hóstaði og dró andann slitrótt. „Vertu ekki að æsa þig með þessu rugli,“ sagði Beta gröm.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.