Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 104
90
BIÐLAR AUMINGJANS
EIMREIÐIN
iiiu og reyndi þess vegna að drasla henni upp á stól. En hún
var alveg grútmáttlaus. Mér fór ekki að verða um sel. Ég seild-
ist eftir spegilsbroti á hillunni fyrir ofan Gvend og bar að
vitum hennar. En það kom engin móða á það. Mér varð svo
bilt við, að ég missti það á gólfið, og það fór í ótal mola.
„Hún er dauð, Gvendur," sagði ég. Þá hætti Gvendur að
kveða og fór að gráta.
Það var farið með hann í fangelsið daginn eftir, og þar dó
hann nokkrum árum seinna.
Það var synd, ég segi það aftur, piltar, það var synd vegna
þorsksins, þorpsins og sveitarinnar, því að Gvendur var með
afbrigðum fiskinn.
En hvað er ég að rausa! Hvers vegna held ég ekki áfram
með söguna af henni Lísu? Ég vona, að þið fyrirgefið, þó að
mér hafi dottið í hug þessi saga af honum Gvendi, því að,
sko, ég er piparsveinn og dálítið einmana. Og þegar maður er
einmana, þá hefur maður gaman af því að minnast.
Já, það var í ltvöld, gamlárskvöld, sem ég var boðinn til
Lisu og frænku hennar. Ég fór i snjáða flöjelstreyjuna og stakk
silfurbúnu pontunni í vasann. En í treyjuvasann hafði ég lagt
bleikrauða rós. Hana átti Lísa að fá í nýársgjöf.
Þær höfðu beðið eftir mér. Á borðið var breiddur rauður
dúkur, og á honum logaði á fjórum kertum. Og þarna sátu
gömlu konurnar hátíðlegar, þegar ég lcom inn, í svörtum kjól-
um með blek borið í saumana. Ermarnar voru broslega stuttar.
Þær höfðu hrennt eini.
Við gluggann söng stormurinn symphoníur Beethovens:
grátur barnsins hungraða, ljóð skáldsins yfirgefna. Og við sát-
um þarna inni þrjú og horfðum á loga lcertanna fjögurra.
Lísu hafði hrakað mikið, síðan ég sá hana síðast. Hún var
enn þá magrari og hendurnar varla annað en beinin. Nú hringdu
kirkjuklukkurnar inni í þorpinu með djúpuin hreim.
Lísa brosti hamingjusöm: „Hlustið þið á,“ sagði hún, „öld-
urnar hringja bjöllunum á báti riddaranna. Þeir koma frá
eynni handan við hafshrún, úr ævintýraheiminum. Þú varst
vænn að koma með þessa rós, Bjössi. Fallegasti riddarinn
minn á að fá hana.“ Hún hóstaði og dró andann slitrótt.
„Vertu ekki að æsa þig með þessu rugli,“ sagði Beta gröm.