Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Page 122

Eimreiðin - 01.01.1941, Page 122
108 RITSJÁ EIMREIÐIN' taka neitt verulega fram venjulegri skólapiltalýrik. En hún var mér i fersku minni fra námsárunum, er rétt að segja annar liver piltur i skóla orti sætleg kenndarljóð eða baksaði við Jiýðingar á úrvalskvæð- um erlendra stórskálda. Man ég, að eitt sinn lágu frammi í 5. hekk 6 þýðingar á „Annabel Lee“, og hefði Poe mátt vera stoltur af áhuganum að minnsta kosti, ef litið hefði upp úr gröf sinni á þá framlciðslu alla. Var ]>á mikil skáldaöld í skóla, eins og reyndar oftar. Svo mun hafa verið i tíð Tómasar einnig, því að i einu kvæða sinna segir liann: Þá færðust okkar fyrstu ljóð i letur, því lífið mjög á lijörtu okkar fékk. Og geri margir menntaskólar betur: Ég minnist sextán skálda i fjórða hekk. En svo kom aftur út ijóðabók eftir Tómas árið 1933, Fagra veröld, og þá kom i ljós, að höf- undinum var fyllilega alvara með óðlistina, að ást hans á henni var meira en skammvinnt skóla„skot“. Af bókinni komu tvær útgáfur sama árið og sú þriðja árið eftir, og er bókin nú uppseld og ófáan- leg. Sum ljóðin i þeirri bók voru með sérkennilegum, frumlegum svip og þrungin áfengum ilm. Stjörnur vorsins eru að visu aðeins 29 kvæði og flest stutt, en ekkert kvæði er þar lélegt, — og það er meira en hægt er að segja um flcstar Ijóðabækur, sem út koma. Tómas Guðmundsson hefur verið nefndur horgarskáld eða skáld höf- uðstaðarins, og það er satt, að vænt þykir honum um að reika vorhjört kvöld um Austurstræti eða Lauga- veg og yrkja um fegurðina í horg- inni við sundin hlá. En sveitabarn er hann þó engu að siður, austan frá hinum dynmiklu Sogsfossum og ann Grafningnum og Grimsnesinu góða ekki minna en Reykjavik, eins og sum ljóð hans hera með sér. í kvæðum hans er mikið af fögnuði og lífsgleði æskumannsins, en einnig sársauki og tregi. Hann er i ætt við Omar Khayyám, persneska skáldið, sem orti Ferhendur tjaldarans um vin og vif, óð og unað jarðarinnar, en gat þó aldrei gleymt fallvaltleik lífsins og hrörnun. Svartsýn örlaga- trú er uppistaðan, þó að ívafið sé rúhinglit og safirblámi æskunnar. Er guðunum einum gefið að ganga við tímann á bug? spyr skáldið með beig i huga í kvæðinu Skólabrœðrum, og svarið verður, að mennirnir fái aldrei um- flúið örlög hrörnunarinnar, og hernskunnar lindir þrjóta og hráðum leggjast þau niður, vor hjartkæru æskuhrek. Við verðum gráir og gamlir og nennum einskis að njóta og nefnum það viljaþrek. Tómas Guðmundsson fellur stundum i stafi yfir dýrð og fegurð jarðarinnar. Hann reikar „sæll um sólhjört, glitrandi torg, sæll eins og fcrmingardrengur á nýjum skóm“, suður við Miðjarðarhaf og lýsir í sterkum litum náttúrufegurðinni þar. En aldrei eru dásemdir hins sýnilega heims svo takmarkalausar, að þær fái rekið hinn geigvæna grun um fallvaltleikann með öllu á hug. í kvæðinu Bœn til Dauðans. sem er hvort tveggja í senn heit pcrsónuleg tjáning og köld rök- ræða, er þetta erindi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.