Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 142
128
SÖFNUNARSJÓÐUR ÍSLANDS
EIMREIÐIN
suma sjóði, sem varðveittir hafa verið á enn hærri stöðum, jafnvel í
sjálfu stjórnarráðinu. Hættan vofir ]ió enn frekar yfir öllum ein-
staklingafélagsskap, t. d. bindindisfélögum, málfundafélögum og
ýmiss konar framfarafélögum. Það vill oft verða svo, að dofni yfir
bindindisseminni i bili. Sömuleiðis koma tíinar, að framfaraáhuginn
dvín og málskrafið þverr. Þegar slíkar doðastundir standa yfir, gleym-
ist sjóður félagsins, týnist og finnst oft aldrei aftur eða þá aðeins
að litlu leyti. Ég þekki þetta. Svo mörgum sjóðarytjum hefur Söfn-
unarsjóðurinn veitt viðtöku. Væri sjóðurinn á hinn bóginn frá byrj-
un geymdur í Söfnunarsjóðnum, gerði ekki liót, þó að liann væri
gleymdur í áratugi. Þegar áhuginn vaknar á ný á félagssvæðinu,
kemur sjóðurinn í leitirnar, enda þótt viðskiptabókin sé týnd. En í
Söfnunarsjóðnum hefur félagssjóðurinn dafnað og þroskazt sem lamb
í sumarhaga. Ég hefi verið sjónarvottur að slíkum endurfundum.
Þjóðin er fátæk og landið að miklu leyti ónumið. Þetta er öllum
ljóst, því að alls staðar blasa við verkefnin, sem nauðsyn væri að
koma í frainkvæmd, en þess er enginn kostur, þvi að fé vantar,
Það er því þýðingarmikið atriði að safna sjóðum, ekki eingöngu til
þess að styðja þau menningar- og mannúðarmál, sem njóta eiga
vaxtanna, heldur engu siður til þess að mynda starfsfé i Iandinu,
svo að sem flest fyrirtæki, sem bæta líðan þjóðarinnar, geti komizt
í framkvæmd. Það er því ekki að ástæðulausu, að livatt sé til stofn-
unar og aukningar sjóða.
I því trausti, að það geti orðið máli þessu til gagns, skal hér skýrt
frá sjóði einum, sem lagður hefur verið í aðaldeildina. Sjóður þessi
heitir Vaxtabætur Söfnunarsjóðs íslands. Það var 31. dez. 1939, að
stjórn Söfnunarsjóðsins tók með samþykki viðskiptamálaráðherrans
af varasjóði Söfnunarsjóðsins 150000 krónur til þess að mynda sjóð
þenna. Þrjá fjórðu ársvaxtanna á ávallt að leggja við höfuðstólinn,
en einum fjórða hlutanum ó að skipta i réttu lilutfalli við innstæð-
urnar milli allra sjóða í erfingjarentudeildinni og þeirra sjóða í að-
aldeild, þar sem ákveðið er, að jafnan skuli leggja lielming ársvaxta
eða meira við höfuðstólinn. Auk % ársvaxtanna á sjóður þessi ágóða
þann, sem vinnst fyrir innlausn verðbréfa, sem Söfnunarsjóðurinn
liefur keypt og kaupir með afföllum. Þetta eru drjúgar tekjur, svo
að vaxtabótin mun fara hækkandi, þó að talsvert verði lagt inn.
Nú eru vaxtabætur þessar %%, og þar sem þetta bætist við núver-
andi vexti, sem eru 5%%, fá ofangreindir sjóðir alls 5 kr. 40 aur.
af liundraði i ársarð.