Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Page 24

Eimreiðin - 01.04.1944, Page 24
88 FYRSTU VIÐHORF MÍN EIMREIÐIN kallaðir — yfirleitt allar reglur og tízkur. Svo róttækt var liatuv það og fyrirlitning, sem ég strax fékk á öllu slíku, að ég komst fljótt í andstöðu við flesta félaga mína, ef ekki alla. Ég fann, að ég var fæddnr fjandmaður allra þessara álaga og þakkaði liamingjunni fyrir, að ég var kominn frá mínu fátæka föður- landi, sem að vísu hafði ekki of mikið af ytri auðæfum, en var til allra heilla einnig svo bláfátækt af öllum listvenjum (iradition) og öðrurn slíkum þvættingi og heimsku í mínum augum. Ég sá a11a félaga mína burðast meira og minna með þessar erfðasyndir sínar, sem ég var sjálfur svo blessunarlega laus við. Ég var iðinn og árvakur og hlustaði á flesta fyrirlestra, sem fluttir voru um listir. Ofur gaman þótti mér að öllum þeim miklu fræðum, er margir „listdómarar“ gæddu fólki á, er um listamenn eða listsýningar var að ræða. Ég vandi mig snemma á að ganga bæversklega til bliðar, er út leit fvrir að ég yrði að mæta mönnum þessum, því í mínum augum blutu þeir að vera töluvert merkilegir, er svona gátu mælt og vegið alla list, svo þar var enginn efi eftir. Ekkert duldist fyrir sjónum þessara andans manna. Það leit iit fyrir eftir dómum þeim, er þeir dæmdu, að þeir vissu allt um listamannsins buldustu bugmyndir, sam- tímis um tækni lians og allt hið ytra, allt urn drauma- og sálar- líf lians, um alla fortíð lians og framtíð og meira til, livernig allt starf lians átti að vera eða ekki að vera, livert hann stefndi og liverra gæða liann átti að afla sér, livaða liættur liann átti að forðast, livað sannleikur væri og lýgi í listum o. s. frv. Var það ekki von að þessum miklu sjáurum og smekkmönnum fyndist skítur til koma, þegar einbver ætlaði að hlaupa út úr lestinni og ganga eigin götu? Ég þóttist verða þess var, að ég var grun- aður um að vera éinn af svörtu sauðunum. Ég liafði dirfzt að álíta, að þeir, sem óskuðu að skapa sjálfstætt, gætu liaft sínar djúpu rætur og farið sínar eigin götur. Jú, auðvitað, en livar var þá að fiuna? Það vantaði bara, að maður færi að gera sig hlægilegan með því að íinynda sér sjálfan sig einn þeirra. En ég bélt því fram, að á meðal listamanna sem annarra kynnu að finnast undarlegar sálir, sem ógjarna létu leiða sig og binda annarra böndum. I mannfélagi því, er ég dvaldi í á árunum 1893 til 1914 var mikið af þessum listdómarafyrirbrigðum. Og með sjálfum mér tók

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.