Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 20
116
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
í veg fyrir styrjaldir og stuðla að friði og frelsi meðal þjóð-
anna, en langt á það enn í land, að hugsjón þessari sé hrimdið
í framkvæmd. Alþjóðasamband það, sem sett var á laggirnar
í San Francisco og nefnt Sameinuðu þjóðirnar, er að vissu
leyti Þjóðabandalagið endurreist, en þó með mikilvægum
endurbótum. Fyrst og fremst eru nú bæði Bandaríkin og
Sovétríkin með í liinum nýju samtökum og aðalstofnendur
þeirra, ásamt Bretlandi og Kína. í öðru lagi er gert ráð fyrir
alþjóðlegum lierafla að baki framlsvæmdum þessara samtaka.
Þess vegna eru nú miklu meiri líkur fyrir því en áður, að
samveldahugsjónin komist í framkvæmd. Þjóðabandalagið
gamla liafnaði í skriffinnsku og reyndist óhæft til að koma
í veg fyrir nýja heimsstyrjöld. Þegar þjóðþing allra þeirra
þjóða, sem undirritað hafa stofnskrá hins nýja bandalags,
eru búin að veita henni samþykki sitt, ér hún orðin bindandi
til fulls fyrir þær. Þjóðþing Bandaríkjanna hefur þegar sam-
þykkt stofnskrána og aðeins fá ein önnur. En frá sam-
eiginlegu valdi til öryggis framkvæmdum Sameinuðu þjóð-
anna er eftir að ganga. Ráðstefnan í Potsdam, sem hófst 16.
júlí síðastliðinn og hætti störfum 2. þ. m., skildi við mörg
vandamál óútkljáð. Friðarsamningum var slegið á frest.
Landamæri voru fæst ákveðin nema til bráðabirgða. Ýmis
ágreiningsmál á Balkanslcaga og víðar voru látin óútkljáð.
Ráði fimm utanríkisráðherra, Breta, Bandaríkjamanna,
Rússa, Frakka og Kínverja, var falið að imdirbúa friðar-
samninga við samherja Þjóðverja í styrjöldinni, og á ráð
þetta að koma saman um næstu mánaðamót. Sigur Verka-
mannaflokksins brezka við þingkosningarnar í sumar og liin
nýja stjórn þar í landi er hvorugt talið, að valda mimi veru-
legri stefnubreytingu í utanríkispólitík Breta.
ÍSLAND OG UMHEIMURINN.
Um það leyti, sem verið var að stofna íslenzka lýðveldið í
fyrra, birtist grein í Lundúnablaðinu „Times“ um ísland, og
var grein bessi gerð að umtalsefni í blöðiun hér á landi. Hún
birtist í „Times“ rétt eftir að þjóðaratkvæðagreiðshmni lauk
hér heima á Islandi, um sambandsslitin og stofnun lýðveldis-
ins. Það, sem einluun vakti athygli í greininni, voru þau um-