Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 21
EIMREIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
117
mæli, að þrátt fjnrir ákvörðunina um stofnun lýðveldis, hafi
enn ekki verið gengið frá sambandi íslands út á við.
Þessi ummæli og fleiri slík vekja til umhugsunar, og menn
sPyrja sjálfa sig og aðra, hvað sé eftir ógert í þessum málum.
Er nokkuð ógert? Sé svo, verður ekkert gert og má ekkert
gera, nema að íslenzka þjóðin sjálf fylgist með frá byrjun
og Ieggi sjálf samþyldd sitt á það, sem lagt kann að verða til,
eða hafni þ\i. Bezt er, að þjóðin hafi einnig sjálf frumkvæðið,
ef óumflýjanlega nauðsyn ber til að ganga frá einhverju
sambandi hennar út á við. Það stendur henni nær en að lilusta
þegjandi á annað eins skrum, skjall og bollaleggingar mn sjálfa
okkur og framtíðina eins og nú berst svo að segja daglega
á öldum ljósvakans frá óábyrgum erlendum aðilum, eink-
um síðan sambandið við meginland Evrópu opnaðist aftur.
Gegnir furðu, að öll sú þvæla, meðal annars um hið nýríka
íslenzka lýðveldi, stöðu þess í heimimun, meðal Norðurlanda-
þjóðanna o. s. frv., skuli borin á borð fyrir landsmenn — og
svo að segja ætíð athugasemdalaust hér heima.
Það er nú upplýst orðið, meðal annars af ummælum, höfð-
um eftir Göring í blöðunum, að mn það bil, er Bretar settu
hér lið á land, 10. maí 1940, liöfðu Þjóðverjar hið sama í
huga. Forsjónin réði því, að þeir síðarnefndu yrðu örlítið
seinni til framkvæmdanna. Og þetta gerði gæfumuninn fyrir
okkur. Því ef Þjóðverjar hefðu orðið á undan Bretum, myndu
óiunflýjanlega hafa orðið hér orrustur um höfuðstað landsins,
ýmsa aðra hafnarbæi og sennilega víðar um landið. Auk þess
niun enginn íslendingm* telja það ofmælt, þótt sagt sé, að
ólíkt þyngra myndi hernám Þjóðverja hafa reynzt lands-
mönnum en raun varð á um hernám Breta — og telst ekki
þörf að rekja það mál frekar.
Hvað hefur svo reynslan frá nýafstaðinni Evrópustyrjöld
kennt okkur íslendingiun í utanríkismálum? Hún hefur meðal
annars kennt okkur það, að lilutleysi í ófriði er í rauninni
okki til. Það er fyrst og fremst ekkert hlutleysi til gagnvart
sannleikanum og réttlætinu. Og það er heldur ekkert lilut-
^eysi lengur til á þessum litla hnetti í styrjaldarátökum,
vegna þess að fjarlægðir á honum eru svo að segja úr sög-
unni og einangrun útilokuð. En að öllum hlutleysisyfirlýs-