Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 25
EIMREIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
121
SAMNINGUK EÐA VALDBOÐ.
Það er nú orðið öllum ljóst, að einangrun íslands frá öðr-
um þjóðum er ekld imnt að framkvæma lengur, enda þótt
landsmenn æsktu slíkrar einangrunar. En ekkert bendir til,
að nokkrar slíkar óskir búi með þjóðinni, þrátt fyrir ýmsar
hættur, sem sambýlinu kunna að fylgja. Þetta sambýli er í
rauninni ekki síður nauðsynlegt fyrir hlutaðeigandi stórveldi
en landsmenn sjálfa. Það hefur komið í ljós í báðum síðustu
Evrópustyrjöldum, og þó sérstaklega þeirri, sem nú er ný-
afstaðin. Island er ein mikilvægasta varnarstöðin í Norður-
Atlantshafi. Þetta er framvegis öllum heiminum augljóst mál,
eftir að hér eru komnir flugvellir og flugferðir að komast á
fastan fót héðan heimsálfanna á milli. Við höfum horft á
allt þetta með jafnaðargeði — og látið afskiptalaust. Við
höfum að vísu fagnað því öryggi, sem floti og flugstöðvar
tveggja erlendra þjóða hafa veitt bæði sér og okkur undan-
farin stríðsár hér. Og þegar það bar við, að ein og ein óvina-
flugvél hætti sér í námunda við þær flugstöðvar, venjulega
til þess eins að vera skotin niður, áður en hún gæti nokkurt
tjón gert, lofuðum við hamingjuna fj7rir. Sumir okkar hafa
ef til vill hugsað til hinna nýju eldflugna eða dregið upp í
huganum mynd af næstu styrjöld, er árásir úr lofti fara
fram með eldingarhraða landa og heimsálfa á milli, svo allt
lifandi tortímist í einni svipan á stórum svæðum, séu ekki
öflug tæki til varnar — og spurt sjálfa sig, hvernig þá verði
háttað landvörniun hér. Auðvitað höfum við ekki getað svarað
því, eins og ekki er von. Við ráðum tæplega nokkru um átök
stórveldanna í framtíðinni fremur en hingað til. En það gæti
orðið imdir olíkur sjálfum komið, hvernig skipaðist um þessi
nsiál framvegis hér á landi, hvort erlendir aðilar eigi að ráða
því í það og það skiptið, hvernig stöðu íslands í þessu efni sé
háttað út á við, eða livort við gerum um það samning við
þann aðila, sem við treystum bezt. Sameiginlegt öryggi Norð-
ur-Atlantshafsins varðar lilutaðeigandi stórveldi engu síður
en okkur. En enginn íslendingur mun svo sneyddur raunsæi,
að hann neiti mikilvægi þessa öryggis fyrir íslenzku þjóðina.
Það leiðir beint af legu landsins, að þetta öryggi-er okkur lífs-
nauðsyn. Framhjá þessu verður aldrei komizt.