Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 28
EIMREIÐIN
Uppruni norrænna
mannanafna.
I Eimreiðinni kom á síðasta ári mjög merkileg ritgerð eftir
Alexander Jóhannesson prófessor, sem liann nefndi: Hebreska
og íslenzka. Þar kemst liann að þessari niðurstöðu: „Eklti er unnt
að neita þeim möguleika, að semitísk og indógermönsk mál hafi
einhvern tíma klofnað frá einu sameiginlegu máli; en ef litið er
á þróun indógermanskra mála, eins og hún er kunn á síðustu
3—4000 árum, og semitískra mála á sama tíma, verður að álykta,
að slíkt sameiginlegt mál beggja málaflokkanna sé að minnsta
kosti 10—20000 ára gamalt, .... og verður því að halda fast við
skoðanir Herm. Hirts og annarra málfræðinga, að enginn skyld-
leiki sé sannaður eða sjáanlegur milli semitískra og indóger-
manskra mála.“
Áður en ég bendi á veilurnar í þessari ályktun, sem prófessor-
inn byggir á „skoðun Herm. Hirts og annarra málfræðinga,“ vil
ég taka það skýrt fram, að ég geri það engan veginn til þess að
draga úr þeim heiðri, sem prófessornum ber bæði fyrir lærdóm
sinn og mjög merkilegar rannsóknir um uppruna málanna; þvert
á móti lief ég svo mikið álit á lionum sem vísindamanni, að ég er
að vona, að liann fari fram úr öðrum málfræðingum og auki
þann veg liróður Islands í öllum menntamannalieiminum og hann
verði auðvitað um leið frægur fyrir rannsóknir sínar á frummáli
mannanna og hugkvæmni sína um þau mál. Ég held meira að
segja, að vér Islendingar gerðuin rétt í því að gefa starfi lians
meiri gaum en gert hefur verið til þessa, hvetja liann, uppörva
og gleðja, því það mundi auka starfsþrek og starfsgleði lians og
hjálpa honum til þess að ná lengra fram og liærra upp, en það
mun aftur verða aukinn sómi fyrir oss, alla íslenzku Jijóðina.
Þótt mig langi til að tala meira um rannsóknir Alexanders pró-
fessors um uppruna málanna og rökstyðja þær skoðanir mínar,
að liann sé á réttri leið, þá má ég það ekki nú, því rúm mitt i