Eimreiðin - 01.04.1945, Side 30
126
UI’PRUNI NORRÆNNA MANNANAFNA
EIMREIÐIN
verður það hogni“, en Högni á íslenzkn. Einhver ólíkustu og
vafasömustu nöfnin eru: Móeiðr, sem ég tel saina og hebreska
sérnafnið „moadja“, Þröstr sama og „thirsatu“ og Maddaðr sama
og „mathatha“, sem á grísku var skráð „maþþaion“, en síðar var
lesið og nefnt Mattliías á íslenzku.
Til þess nú að ganga betur úr skugga um uppruna nafnanna,
rannsakaði ég rúnaristur frá 800—1000 e. Kr. og fann þar 76
mannanöfn, ósamsett, og af þeim fann ég 70. sem sérnöfn í
hebresku, og stafsetning nafnanna, eins og þau eru skráð á rist-
urnar, er yfirleitt líkari hebresku nöfnunum en þeim norrænu,
t. d. Bósi, er á ristum skráð: busi, á hebresku bvsi; Api, á ristum
abi og hebresku abi; Gubbi, á ristum kubi og á hebresku gvb(i)
o. s. frv.
Sé nú svo, að mannanöfnin, sem notuð voru bér á norðurlönd-
um áður en kristni þekktist þar, séu þau sömu, eins — eða lítið
breytt — og Israelsmenn notuðu þessi nöfn til forna, þá er spurn-
ingin, bvernig á því standi — og bvernig það sé skýranlegt.
Sennilegasta lausnin er sú, að Israelsmenn liafi flutzt til norður-
landa, setzt þar að og notað nöfn sín, þótt þeir yfirleitt notuðu
mál þau, sem fyrir voru í landinu; en á sama tíma bafi töku-
orðin, sem enn finnast í íslenzku, komið til norðurlanda; en þau
voru mikið fleiri í gamla málinu en nú þekkjast í daglegu tali.
Nú get ég hugsað mér, að málfræðingar lialdi því fram, að sér-
nöfnin séu ekki sönnun þess, að bvortveggja málin, indóger-
mönsku og semitísku, séu frá sama frumstofni ættuð, þótt sér-
nöfnin væru lík; þau gætu flutzt milli málanna, og tökuorð
sömuleiðis. En sem dæmi um þenna skyldleika málanna, þar sem
bvorki er um sérnafn eða tökuorð að ræða, vil ég benda á þetta,
tekið af handaliófi, að 10 indógermanskir stofnar, sem nefndir
eru á 73. bls. rits Alexanders Jóbannessonar: Um frumtungu
Indógermana og frumheimkynni, finnast allir í bebresku, eða
réttara: á bebresku eru til 25 orð æltuð frá þessum 10 frumstofn-
um, og samstofna 9 indógermönskum stofnum á næstu síðu finn
ég 17 hebresk orð. Af 56 hebreskum stofnum, sem byrja á d, eru
40 samstofna íslenzkum orðum, og það bæði að því, er snertir
sambljóðan orðanna og merkingu þeirra, svo undarlegt væri þetta,
ef indógermönsk og semitísk mál væru óskyld með öllu.