Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 31
eimreiðin uppruni norrænna mannanafna
127
Það sem mér finnst, að ég megi fullyrða, er þetta þrennt:
1. Sérnöfn á liebresku og norrænum málum eru sameiginleg
að mestu leyti.
2. Tökuorð, ættuð frá semitískum málum, finnast allmörg í ís-
lenzku.
3. Þriðji liver liebreskur stofn er ættaður frá frumstofni, sem
indógermanskir stofnar, eða að minnsta kosti íslenzk orð,
eiga ætt sína að rekja til.
Þó að Herm. Hirt vísi öllum athugunum Herm. Möller á bug,
um 8amband semitískra og indógermanskra mála, þá er enginn
vafi á því, að Herm. Möller bendir í réttu áttina. En það er eins
og einbver ósjálfráð ástríða sé hjá mörgum, einkum frá fornum
assyriskum ættum, að reyna að útiloka Gyðinga og alla Israels-
nienn frá nokkurri hlutdeild í þeim málum, sem þeir telja sín
eigin mál ættuð frá, af hræðslu við að liebreska reynist of valda-
mikil og lireinni en þeirra eigin mál, sem þeir ekki þola. Þess
vegna verður alltaf að byggja varlega á því, sem þessir menn,
einkum margir Þjóðverjar, segja um Israelsþjóðirnar og inál
þeirra.
En þennan metnaðar- og óvildarliug veit ég, að Alexander pró-
fessor er laus við. Því vona ég líka, að liann komist að sannari og
áreiðanlegri niðurstöðu í rannsókn málanna en öðruin fræðimönn-
um hefur heppnast til þessa, liann verði Ijósberi þjóðanna í leit
þeirra að eðli og uppruna allra mála á jörðunni og þróun þeirra
í gegnum aldirnar.
Guðmundur Einarsson.
Flugtæknin og framtíðin.
Gert er ráð fyrir, að eftir að styrjöldinni við Japan er lokið,
verði flugfargjöld milli heimsálfa mjög fljótlega svipuð því, sem
fargjöld með skipum eru nú. Innan tíu ára er áætlað að 90%
allra 1. farrýmis farþegaflutninga fari fram loftleiðis milli Bret-
lands og meginlands Evrópu. Flugfélagið Pan-American Airways
hefur nýlega auglýst flugfargjöld milli ýmissa höfuðborga lægri
en fargjöld með skipum milli sömu staða eru nú. Flugfargjaldið
milli Los Angeles og Sydney á t. d. að verða 295 dollarar, millí
San Francisco og Shanghai 303 dollarar, o. s. frv.