Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 37
eimreiðin
SÓLSTUNGA
133
blær, sem alls ekkert liafði gert vart við sig á meðan þau voru
saman, geðblær, sem liann hefði ekki getað með nokkru móti
gert ráð fyrir daginn áður, þegar hann komst fyrst í þessi óvæntu
kynni. Hann hafði haldið þau aðeins stundargaman, en fann nú,
■að á þau gat hann ekki minnzt við nokkurn mann, nei, ekki við
nokkurn lifandi mann! „Já, aðalatriðið er,“ liélt liann áfram
með sjálfum sér, „að þú getur aldrei minnzt á þetta framar! Og
hvað á maður að gera? Hvernig á að láta þenna þrautalanga dag
líða í þessum bölvaða bæ og bera í brjósti minninguna eina,
osegjanlega sára, um hana, sem rauðmálaði fljótabáturinn ber
hurt frá mér á sólglituðum bárum Volgufljótsins?“
Hann varð að bjarga sér frá þessu, hafa eitthvað fyrir stafni,
leita skemmtana, fara eitthvað. Hann tygjaði sig ákveðinn til
brottgöngu, stikaði ákafur tóma stigagangana, svo að glumdi í
sporunum, hljóp niður brattar tröppurnar út að aðaldyrunum. .. .
Jæja, hvert átti liann að halda? Við dyrnar sat ungur ekill í
snotrum bændavagni og reykti smávindling, makindalegur á
svip, var sýnilega að bíða eftir einhverjum. Liðsforinginn horfði
hissa og ruglaður á piltinn. Hvernig gat nokkur maður setið
svona makindalega í vagnsæti og reykt vindling, svona kæru-
leysislegur og rólegur? „Sýnilega er enginn í þessum bölvaða bæ
eins liræðilega einmana og ólánssamur og ég,“ hugsaði liann og
8neri hratt í áttina út á markaðstorgið.
Markaðurinn var að dreifast. Óafvitandi gekk liðsforinginn
ofan í nýju hrossataðinu eftir vagnliestana, innan um stór lilöss af
agúrkum, potta, pönnur og konur, sem sátu á jörðinni og kölluðu
liver í kapp við aðra, til að vekja athygli hans á vörunum. Þær
tóku pottana og bentu lionum á gæði þeirra, en liávaðinn frá
bændunum dundi í eyrum hans: „Hér eru afbragðs agúrkur, göf-
ugi lierra!“ Allt þetta var jafn fráleitt og vitlaust, og hann tók
til fótanna og forðaði sér. Hann gekk inn í kirkjuna, þar sem
verið var að syngja sálm. Söngurinn hljómaði hátt og fagnandi
°g með fyllingu, eins og söngfólkið væri fyllt guðmóði. Hann
flýtti sér aftur út, stikaði um strætin, beygði inn á stígana í dá-
litlum, illa hirtum garði utan í brekku. Sólarhitinn var steikjandi.
Af garðstígnum sá út yfir breitt fljótið, glampandi í sólskininu
eins og blikandi stál. Axlasprotarnir og hnapparnir á hvíta sum-
areinkennisbúningnum lians voru orðnir svo glóðlieitir, að það