Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 39
eimreiðin
SÓLSTUNGA
135
heima, hann vissi, að hún var gift og átti þriggja ára gamla
dóttur, en hann vissi hvorki eiginnafn hennar né eftirnafn! Hann
hafði spurt liana nafns nokkrum sinnum kvöldið góða, en í hvert
skipti hló hún og sagði:
„Hvers vegna þarft þú að vita, hver ég er? Ég er kolbrún úr
hulduheimum, álfamær frá undralandi--------eða bara ókunn ást-
mey-------er þér það ekki nóg?“
Á póstliússhorninu hékk sýnisskápur með ljósmyndum. Hann
fór að virða fyrir sér stóra mynd af hermanni með fvrirferðarmikla
axlaskúfa, úteygðum og með lágt enni, ferlegt yfirskegg og hvelft
og mikið brjóst, allt þakið lieiðúrsmerkjum....Hvað þetta var
vitleysislega hlægilegt, hræðilega hversdagslegt og hégómlegt, þar
sam hann var lamaður, lijarta hans sigrað — já, alveg gersigrað,
það skildi hann nú, af þessari áköfu ást, þessari sáru hamingju,
þessari hryllilegu „sólstimgu“. Hann sá brúðhjón fara fram hjá —
ungan mann á síðfrakka og með hvítt hálsbindi, stuttklipptan ung-
an mann með brúði við lilið, sítt brúðarlín — — en svo leit hann
undan og fór að liorfa á mynd af laglegri, brosandi stúlku með
stúdentshúfu út í annan vangann-------. Kveljandi öfund til alls
þessa ókunna fólks, alls þessa óþjáða fólks, altók liann, og liann
leit enn undan og fór að liorfa niður eftir strætinu.
„Hvert get ég farið? Hvað get ég gert?“ Þessi spurning leitaði
á hug hans með ósegjanlegum og óskiljanlegnm þnnga.
Strætið var autt. Húsin meðfram því voru öll eins, hvít, tvílyft,
látlaus, með stórum görðum umhverfis. Það var líkast því sem
þau stæðu tóm. Á sléttunni lá þykkt lag af hvítu ryki. Allt þetta
olli ofbirtu í augun. Allt gegnliitað af brennlieitu, glampandi,
glöðu og tilgangslausu sólskini. Lengra álengdar fór strætið hækk-
andi, unz það endaði í hrygg, sem bar við tært, skýlaust og rós-
rautt loftið. Það var yfir þessu einhver suðrænn blær, sem minnti
á Sebastopol, Kertch — eða Anapu. Hugsunin um þennan síðast
nefnda stað varð honum óbærileg, og liann greikkaði sporið.
Þegar hann kom aftur lieim á hótelið var hann örmagna, eins
°g hann kæmi úr langri ferð um Turkestan eða eyðimörkina
Sahara. Með hörkubrögðum komst liann upp í stóra, tómlega
herbergið 6Ítt. Það hafði nú verið tekið til í því — og síðustu
menjarnar um hana numdar burt — aðeins var eftir einstæðings-
leg hárnál, sem hún liafði gleymt á litla borðinu við rúmið. Hann