Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 40
136
SÓLSTUNGA
EIMREIÐIN
fór úr jakkanum og leit í spegilinn, skoðaði andlit sitt, dökkt af
sólbruna, Ijóst yfirvararskeggið og ljósblá augun, sem sýndust enn
Ijósari vegna sólbrunans í andlitinu, en nú með sársaukasvip,
jafnvel tryllingsleg, eins og í geðbiluðum manni. Það var einbver
ungæðislegur og brjóstumkennanlega hjartnæmur blær yfir mann-
inum öllum, þar sem hann stóð þarna á hvítri skyrtunni með
stífan flibbann. Svo fleygði hann sér í rúmið, lá á bakinu og
lagði rykuga fæturna upp á rúmbríkina. Gluggarnir voru opnir,
tjöldin dregin fyrir þá til hálfs, léttur svali lék um þau, og með
honum barst inn mollan og lyktin af heitum þökunum og allri
þessari björtu, eyðilegu, hljóðu og mannlausu víðáttu Volgu-
fljótsins. Hann lá með handleggina undir höfðinu og starði út í
bláinn. Fyrir hugskotssjónum lians sveif óljós mynd af fjarlægum,
suðlægum sveituin, af sól og liafi, af Anapu, og myndin var eitt-
hvað svo einkennileg — eins og borgin hennar, borgin, sem hún
var nú áreiðanlega komin til, væri ólík öllum öðrum borgum, og
með myndinni mótaðist liugsunin um sjálfsmorð — ómótstæðileg
löngun greip hann. Hann lokaði augunum, heit, beisk tár runnu
niður kinnar lians — og loks sofnaði liann. Þegar hann opnaði
augun aftur, sást rauðleit kvöldsólin skína inn á milli gluggatjald-
anna. Vindinn hafði lægt, loftið í berberginu var þurrt og rykugt,
eins og í öskustó — og hann minntist viðburða gærdagsins og
morgunsins nákvæmlega eins og þeir hefðu gerzt fyrir tíu árum.
Seinlega reis liann á fætur, þvoði sér hægt og með hvíldum,
dró gluggatjöldin til liliðar, hringdi á þjóninn, bað um te og
reikninginn — var lengi að drekka teið — og bað síðan um
vagn. Svo lét liann þjóninn bera farangur sinn út í vagninn, settist
á rauða, sólbrunna vagnsætið og gaf þjóninum lieilar fimm rúbl-
ur í þjórfé.
„Mig minnir, að ég liafi ekið yðar hágöfgi hingað í gærkveldi,“
sagði ökumaðurinn glaðlegur í bragði og greip taumana.
Þegar þeir komu niður á bryggjuna, bafði húmið dökkvað blá-
leita sumarnóttina yfir Volgu, og fjölbreytilegir litir léku um
fljótið, en eldtungur flögruðu um siglur skipsins, sem nálgaðist
óðum.
„Þér komið alveg í tæka tíð,“ sagði ekillinn stimamjúkur.
Liðsforinginn gaf honum einnig fimm rúblur og gekk svo með
farseðilinn í liendinni niður á bryggjusporðinn.----Alveg eins