Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 41
EIHREIÐIN
SÓLSTUNGA
137
og daginn áður heyrðist marrið í akkerisfestinni og létt brakið í
bryggjuviðunum, tógarendi kom fljúgandi frá borði, vatnið sauð
og vall undan skipshjólinu, þegar vélin bamlaði gegn skriðinu
— óg þarna lá skipið, fullt af farþegum, Ijósum skreytt, og eld-
bússilmurinn af þilfarinu bauð mann velkominn um borð.
Mínúta leið, og aftur var skipið komið á breyfingu, liélt áfram
eftir fljótinu í sömu átt og það bafði að morgni þessa sama dags
borið hana burt frá honum — út í fjarskann.
Framundan bneig sól til viðar, og sumarbúmið varð að myrkri.
Dökkir, draumkenndir regnbogalitir spegluðust í fljótsfletinum.
Geislabrot blikuðu í fjarlægð, þar sem sólin hafði setzt, og leiftur
þeirra lék um skipið í myrkrinu, sem sífellt varð svartara —
svartara.
Liðsforinginn sat undir skýli á þilfarinu, og með sjálfum sér
fann liann, að hami hafði elzt um tíu ár.
Sv. S. þýddi.
ÁDEILUR Eftir Magnús Gíslason.
KYRRSTAÐA
- Hvað er markið? Hvert er stefnt? Hefurðu fengið svarið ? Allt er fjötrað, allt er klemmt ofan í sama farið.
ÓHEILINDI RÓGBURÐUK
Öheilindin eiga sér Veit ég, aldrei veitir grið
ótal marga vini. varmennskunnar haturs lið,
Vandað fólk, sem virtist mér, meinum sollið, myrðir frið
Var af nöðru kyni. mannorðsþjófa félagið.
HATUR
Heipt að kveikja’ í hjarta manns
er hámark allra synda.
Því hatrið er eldur andskotans,
sem allir púkar kynda.