Eimreiðin - 01.04.1945, Page 44
140
SYSTIR ÍSLAND
EIMREIÐIN
Á þessum árum tók hún þátt í heimatrúboðs-lireyfingu þeirri,
8em Sigurbjörn Á. Gíslason lióf hér á landi, og veitti honum að-
stoð í því starfi.
Sumarið 1903 fór hún á Hvítabandsfund í Genf, og úr þeirri
ferð til Noregs, og dvaldi liún þar til 1920, að hún kom aftur til
Islands.
1 Noregi var henni opinn vegur til starfa, þar var liún eftir-
sótt og viðurkennd að maklegleikum.
Sumar manneskjur bera með sér svo sterk persónuáhrif, að
þær gleymast aldrei alla ævi, jafnvel þótt þær liafi orðið á vegi
manns þegar á barnsaldri, og orðin, sem þær tala, festast í
minni og verða íhugunarefni jafnan síðan. Jafnvel í almennum
viðræðum mæla þær þau orð, sem hafa þann kraft, að þau lýsa
upp dimmar nætur og dinun vetrarkvöld, liressa og gleðja dapr-
an huga. Það er lífsspeki í orðum þeirra, spróttin af miklum
gáfum, mikilli lífsreynslu og sálargöfgi. Það eru spakir inenn,
sem svo mæla. Slík var Ólafía.
Ég var 10 ára, þegar ég sá Ólafíu fyrst. Hún var þá í fyrir-
lestraferð norður og austur um land. Þessi unga Reykjavíkur-
stúlka lagði í slíka ferð um hávetur alla leið frá Reykjavík til
Seyðisfjarðar, eins og þá var ástatt: nær engin á brúuð, aðeins
vegarslitur hér og þar, enginn sími og ekkert að átta sig á, nema
vörður á fjallvegum.
Allar liindranir urðu að víkja úr vegi fyrir eldheitum áliuga
þessarar ungu stúlku. Hún starfaði fyrir liófsemi og bindindi
og barðist móti þeirri brennivínsöld, sem þá geisaði og hafði
eyðilagt margan ungan efnismann, bæði liér heima og erlendis og
einnig liér í Húnavatnssýslu, þar sem liúsfreyjan á einu stórbýli
sýslunnar tók tappann úr brennivínstunnu bónda síns, þegar
önnur tunnan hafði verið sett á stokkana.
Ólafía hélt fyrirlestur um bindindi á heimili foreldra minna,
Lækjamóti í Húnavatnssýslu. Hér var ekkert fundaliús, aðeins
vel hýstur bær á þeirra tíma vísu. Ég man, að Ólafía stóð í dyrum
milli piltahússins og stofunnar og talaði þar. Fólkið, sem hlustaði,
var margt: full stofan og piltaliúsið og loftið yfir. Stiginn upp
á loftið var úr piltahúsinu, svo að vel mátti heyra til fyrirlesarans
þangað. Svo skýrt og snjallt talaði hún. Ekki sá ég, að hún liefði