Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 50
EIMREIÐIN
Síraumhvörf í bókmennium.
Bókmenntirnar hafa löngum gert garð íslendinga frægan — og
má með nokkrum rétti segja, að svo sé enn. Um það leyti sem Eim-
reiðin hóf göngu sína, var rómantíska stefnan að liverfa af svið-
inu — um liríð — en realisminn setztur í öndvegið. Svo einkenni-
lega lnttist á, að í 1. hefti Eimreiðarinnar mætast tveir þjóðfrægir
fulltrúar þessara tveggja stefna í bókmenntunum, þar sem eru þeir
Steingrímur skúld Tliorsteinsson með „Nokkur kvæði“ og Þor-
steinn skáld Erlingsson með „Brautina“, „A spítalanum“ og fleiri
kvæði. Hugsjónastefna sú, sem ríkir mestan hluta 19. aldarinnar
og er tekin við hér lieima á Islandi upp úr júlíbyltingunni frönsku
1830 af fræðslustefnu upplýsingaraldarinnar, fær fyrst byr undir
báða vængi í ljóðum Bjarna Thorarensen og síðan Jónasar Hall-
grímssonar og annarra Fjölnismanna. ídealismi þeirra ríkir í ís-
lenzkri ljóðagerð út alla öldina og lengur. En um 1880 fer real-
isminn að hrífa liugi nokkurra liinna yngri skálda. Verðandi-
menn koma til sögunnar. Einar H. Kvaran, Gestur Pálsson og
Hannes Hafstein eru allir snortnir af anda realismans. Hann
hefst í Danmörku um 1870, og er eðlilegt, að ungir liugir íslenzkra
námsmanna í Kaupmannahöfn lirífist af honum. Aldrei virðist
þó realisminn liafa náð neitt svipuðum tökum á íslenzkum skáld-
um og rómantíkin áður. Mesti realistinn í þessum hópi, Gestur
Pálsson, deyr áður en aðrir straumar í andans heimi ná að hrífa
hann. Einar H. Kvaran lirífst fljótlega af öðrum nýjum hugðar-
efnum. Hannes Hafstein og Þorsteinn Erlingsson fá livorugur
fullnægju til lengdar í lífsskoðun realismans. ídealisminn ymur
öðru livoru undir í ljóðum þeirra eins og diinmrödduð knéfiðla i
hljómsveit.
Tímarnir, sem vér lifum á, eru að því leyti mjög líkir tíma-
bilinu fyrir hálfri öld, að straumlivörf í bókmenntum og listuin
eru enn á ný liafin. Og hvað er það þá, sem lieillar liugi höfunda
og skálda um þessar mundir? Sé hægt að finna viðunandi svar
við því, má verða margs fróðari um bókmenntasmekkinn á næstu