Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 57
eimreiðin
Hamfarir.
Vorið 1891 var hafísrek við Austnrland, en minna þó en oftast
áður á ísaárunum næsta áratuginn á undan. Var ýmist, að ísinn
rak að landi og fyllti firði og flóa, einkum norðurfirðina frá
Langanesi til Borgarfjarðar, eða hann greiddist frá aftur.
Svona ísafari fylgir að jafnaði meiri selagengd en ef ísinn ligg-
ur við land samfellt og langt til liafs. í greiðum ís þykja eelnum
það góðir kostir að geta ýmist legið á ísjökum eða verið á kafi í
vökunum á milli þeirra. — Isinn þetta vor var svo greiður, að'
hann tálmaði ekki gjörsamlega siglingum við Austurland.
■Síðari liluta maímánaðar rak allmikla ísspöng að Borgarfirði.
Pylgdi henni selagengd mikil. Rotuðu Borgfirðingar um 70 seli
á ísnuni 16. maí (laugardaginn fyrir hvítasunnu), og um líkt
leyti drápu Vopnfirðingar margt sela á sama liátt.
Fyrr um vorið hafði skúta, er Gránufélagið sendi eftir fiski
til Borgarfjarðar, orðið að lileypa undan ís upp á Hofstrandar-
sand fyrir syðri vogi fjarðarins. Hafði verið sendur maður frá
■Seyðisfirði, Stefán I. Sveinsson, úrsmiður, til að hafa eftirlit
lneð skútunni.
í vikunni eftir páskana undir kvöld einn daginn var Sigfús
^óndi Gíslason á Hofströnd staddur þar við skútuna lijá Stefáni.
^'ær liann þá boð að heiman frá Þorvarði bróður sínum, er
yerið hafði staddur til fjalls að smala fé til húsa, að honum
liafi sýnzt margt sela a ísnum við norðurströnd fjarðarins. Brá
Sigfús þ egar við til móts við selina einn saman, án þess að bíða
arUiarra manna. Til þess þurfti liann að fara þvert fyrir báða
v°ga fjarðarins og nokkuð út með firðinum að norðan, með því
ekki var hægt að fara beinustu íeið vegna þess, að ísinn var
*Ueð stórum vökum á suðurhluta fjarðarins. Gerði liann livergi
vart við sig, enda mátti búast við, að þeir, sem bjuggu á norðúr-
stvöndinni, hefðu þegar orðið varir við selina. En svo fór, að Sigfiis
k°m fyrstur á vettvang, sem munað mun liafa um það hil liálfri
Llukkustund. Bændurnir á næstu bæjum liöfðu farið á upphoð