Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 60
EIMRKIDJt)
Dagbók frá s±Yrjöldinni
1939-1945.
Eimreiðin hefur áður hirt yfirlit um helztu atburði heimsstyrjaldar-
innar, sem nú má heita lokið. Var síðast greint frá orrustunni um
Bretland, sem svo hefur verið nefnd, og náði hað yfirlit til loka ársins
19J,0 (sbr. Eimr. 1912, bls. 336—342). Verður nú byrjað þar, sem
frá var horfið,
I
I. til 5. janúar 1911. Brezki flugherinn gerir miklar loftárásir á
þýzku borgina Bremen og ýmsa staði aðra, þeirra á meðal Tripolihöfn.
Ástralíumenn ryðja sér braut inn í varnarkerfi Bardiaborgar í Norður-
Afríku. Borgin er tekin eftir harða bardaga og 30.000 ítalir teknir
höndum. Miklir bardagar geisa á Albaníuvígstöðvunum. Grikkir fara
yfir ána Bence og eiga í grimmilegum bardögum á vígstöðvunum í
grend við Klisura og Tepeiini. Þjóðverjar senda flugher til Ítalíu og
gera miklar loftárásir á Lundúnaborg.
6. til 10. janúar 191,1. Brezki herinn nálgast Tobruk. Loftárásir gerð-
ar á Wilhelmshaven, Diisseldorf og fleiri þýzkar borgir, svo og á
ítölsku borgirnar Messínu, Neapel og Palermo. Grikkir hernema Klisura.
Þjóðverjar gera ógurlega loftárás á brezku borgina Portsmouth.
II. til 15. janúar 1911. Grikkir sækja fram á Klisura-Tepelini-víg-
stöðvunum. Soddu, yfirhershöfðingi ítala á Albaniuvígstöðvunum, læt-
ur af herstjórn. Tilkynnt, að Abyssiníumenn hafi byrjað allsherjarupp-
reisn gegn ítölum. Brezki flugherinn gerir skæðar árásir á skipa-
smíðastöðvar í Wilhelmshaven, birgðastöðvar í Turin á Ítalíu og ýmsa
staði aðra. Miklar loftárásir gerðar á borgirnar London og Plymouth.
16. til 20. janúar 1911. Bretar hernema Kassala í Sudan. Hitler og
Mussolini hafa með sér fund í Þýzkalandi. Bretar gera enn loftárásir
á Wilhelmshaven. Miklar loftárásir eru einnig gerðar á stöðvar Itala
við Tobruk. Þjóðverjar gera harðar loftárásir á eyna Möltu og nætur-
árásir á Bristol og aðra staði á Bretlandseyjum.
21. til 31. janúur 1911. Brezki herinn rýfur varnir ítala við Tobruk
og nær þeirri borg á sitt vald. 25 000 ítalskir hermenn teknir höndum.
Derna tekin. ítalski herinn við Kassala hörfar yfir landmæri Eritreu.
Tilkymit, að Abyssiníumenn hafi nú mestan hluta landsins á sínu
valdi. Graziani marskálkur sviptur herstjórn. Antonescu bælir niður
upjjreisn járnvarðliðsmanna í Bukarest. Roosevelt Bandaríkjaforseti
tekur á móti Halifax lávarði, hinum nýja sendiherra Breta í Banda-