Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 61
EIMREIÐIN
STYRJALDARDAGBÓIC
157
ríkjunum. — Brezki flugherinn gerir árásir á ýmsa staði í Þýzka-
landi, þar á meðal Ruhrhérað og Hannover. Loftárásir gerðar á
London og ýmsa staði aðra. ■
I. til 5. febrúar 1941. Bretar taka Agordat í Eritreu og reka flótta
Itala í áttina til Keren. ítalski herinn í Abyssiníu hörfar hvarvetna
undan. Á Albaníuvígstöðvunum halda ítalir einnig undan. Grikkir
sækja fram í áttina til Valona. Brezkar hersveitir sækja fram á
Norður-Afríku-vígstöðvunum og taka bæinn Cyrene í Libyu. Brezki
flugherinn gerir árásir á Þýzkaland og borgir við Ermarsund.
0. til 10. febrúar 1941. Brezki herinn tekur Benghazi og sækir fram
allt til E1 Agheila í Libyu. Maitland-Wilson hershöfðingi skipaður
yfirmaður brezku herjanna í Norður-Afríku. Pétain skipar Darlan
varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra. Mr. John G. Winant skip-
aður sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. Bretar slíta stjórnmála-
sambandi við Rúmeníu. Loftárásir gerðar á ýmsar franskar borgir
við Ermarsund.
II. til 15. febrúar 1941. Suður-Afríkumenn taka borgirnar Afmadu
Kismayu í ítalska Somalilandi og Bretar borgina Elghena í Eritreu.
Grikkir gjörsigra 11. ítalska herinn á Moskopoli-Tepilini vígstöðvun-
um. Mussolini og Franco hafa fund með sér í Bordighera á Ítalíu.
Bretar halda áfram árásum sínum á Þýzkaland og hafnarborgirnar
við Ermarsund. Þjóðverjar gera grimmilega næturárás á Lundúnaborg.
16. til 20. febrúar 1941. Tyrkir og Búlgarar gefa út sameiginlega
yfirlýsingu um friðarvilja sinn. Bandaríkjamenn mynda varnarsvæði
a Kyrrahafi og Carribiska hafi. Erlendum skipum og flugvélum bann-
að að fara um þessi svæði án leyfis. Brezki herinn í ítalska Somali-
'andi fer yfir ána Juba. Mr. Eden fer til Kairo til viðræðna við yfir-
menn brezka hersins í Norður-Afríku. Miklar næturárásir gerðar á
Lundúni og Swansea.
21. til 25. febrúar 1941. Þjóðverjar safna liði við landamæri Búlgaríu
°S Rúmeníu. Bretar taka Mogadishu, höfuðborg ítalska Somalilands.
Grikkir hefja sókn á miðhluta Albaníuvígstöðvanna. Bretar gera árásir
a Ýmsa staði í Þýzkalandi, þeirra á meðal Wilhelmshaven og Ruhrhérað,
svo og á flugvelli í Frakklandi og Hollandi. Þriðja stórárásin á Swansea.
26. til 28. febrúar 1941, Brezki herinn tekur borgirnar Bardera í
Ralska Somalilandi og Kelemit í Eritreu. Bretar gera árásir á Þýzka-
land, einkum borgirnar Köln og Wilhelmshaven. Næturárásir gerðar
a Lundúni og ýmsa aðra staði á Bretlandseyjum.
!• til 5. marz 1941. Búlgarar undirrita þríveldasáttmálann. Þýzki her-
11111 heldur inn í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, og tekur Svartahafsborgina
L'arna hernámi. Bretar gera loftárásir á Köln og aðrar þýzkar borgir,