Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 63
EIMREIÐIN
STYRJALDARDAGBÓK
159
i'áðherra Ungverjalands, ræður sér bana. Þjóðverjar gera loftárás á
Bristol, en Bretar á þýzku herskipin Scharnhorst og Gneisenau í Brest.
6. til 10. apríl 194-1. Þjóðverjar hefja innrás í Grikkland og Jugóslavíu.
Hefst með hrikalegum loftárásum á Belgrad. Þýzki herinn sækir fram
í áttina til Saloniki og neyðir jugóslavneska herinn til undanhalds.
Saloniki tekin. Brezki herinn fer til hjálpar og á í hörðum bardögum
við vélahersveitir Þjóðverja í Norður-Grikklandi. Brezki herinn tekur
Massava í Austur-Afríku, en neyðist til að yfirgefa Derna á Libyu-
vígstöðvunum. Flugher Breta gerir miklar loftárásir á Berlín og Kiel
°S fleiri þýzkar borgir. Árásin mikla á Coventry.
11. til 15. apríl 1941. Króatía lýsir yfir sjálfstæði sínu. Þjóðverjar
Bertaka Belgrad, höfuðborg Jugóslavíu. Brezki herinn hörfar í áttina
til Olympíufjalla. Þjóðverjar hertaka Sollum og Capuzzovirki. Sovét-
ríkin og Japanar undirrita hlutleysissáttmála. Loftárásir á þýzkar
°g brezkar borgir og á stöðvar Þjóðverja í Frakklandi.
16. til 20. apríl 1941. Árásum Þjóðverja á Tobruk hrundið. Mikil orr-
usta geisar í Macedoniu. Brezki herinn hörfar undan í áttina til Ther-
mopylae. Þjóðverjar sækja fram beggja vegna Olympíufjalla og neyða
Breta og Grikki til almenns undanhalds. Gríski herinn í Macedoníu
°S Epirus gefst upp. Jugóslavar gefast upp. Grimmilegar árásir á
Lundúnaborg og fleiri brezkar borgir. Brezki flugherinn ræðst á
Berlín og ýmsa staði aðra.
21. til 25. apríl 1941. Undanhald brezku herjanna í Grikklandi hefst.
Ástralíumenn verja undanhaldið og berjast af ógurlegri hörku og hug-
Prýði. Þjóðverjar taka Thermopylaeskarð. Bretar taka Mosul. Árásir á
stöðvar Þjóðverja í Frakklandi, einkum á hafnarmannvirkin í Brest.
26. til 30, apríl 1941. Þýzki herinn ræðst inn í Aþenuborg. Þýzkir
fallhlífarhermenn taka Korinþu. Brezki herinn tekur borgina Dessie
1 Abyssiníu, en verður hvarvetna að láta undan síga í Norður-Afríku.
Þjóðverjar taka aftur Sollum og ryðjast í gegn um ytri varnarkerfi
brezka hersins við Tobruk. Svæsnar næturárásir á Hamborg, Kiel,
Berlín og fleiri þýzkar borgir. Mikil næturárás gerð á Portsmouth og
aðrar borgir á Bretlandseyjum.
1. til 5. mai 1941. Ákaflega barizt í grend við Tobruk. Tilkynnt, að
43 000 hermenn hafi verið fluttir frá Grikklandi. Iraqmenn ráðast á
brezka herinn í Habbaniya og ná bænum Rutbar í grend við Haifa-
olíuleiðsluna á vald sitt. Haile Selassie, Abyssiníukeisari, kemur til
Addis Abeba. Loftárásir gerðar á ýmsar borgir Bretlands og Þýzka-
lands, þar á meðal borgirnar Köln og Belfást.
6. maí til 10, maí 1941. Iraqmenn hörfa frá Habbaniya. Rashid Ali,
foringi uppreisnarmanna, flýr frá Bagdad. Uppreisnin kveðin niður.