Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 64
160
STYRJALDARDAGBÓK
EIMREIÐIN
Eudolf Hess, staðgengill Adolf Hitlers, flýgur til Skotlands. Miklar
loftárásir á Bretlandseyjar. Fjöldi þýzkra flugvéla skotinn niður. Brezki
flugherinn gerir skæðar loftárásir á þýzku borgirnar Hamborg og
Bremen, svo og á frönsku hafnarborgina Brest.
11. til 15. maí 10H. Bretar stöðva vélahersveitir Þjóðverja við Sollum
í Norður-Afríku og taka þá borg aftur. Brezkar hersveitir taka Hal-
fayaskarð. Miklar loftárásir enn gerðar á Hamborg og Bremen, enn
fremur á borgirnar Köln, Coblenz, Mannheim, Hannover og stöðvar
Þjóðverja í Frakklandi.
16. til 20. mal 1941.. Yfirmaður ítalska hersins í Abyssiníu, hertoginn
af Aosta, gefst upp fyrir brezka hernum við Amba Alagi. Miklir bar-
dagar á vígstöðvunum í Norður-Afríku. Hersveitir Ástralíumanna
vinna á við Tobruk, en Þjóðverjar taka Capuzzovirki. Þýzkt fallhlífar-
lið sent til eyjarinnar Krítar. Varnarliðið verst af mikilli harðneskju.
Brezki herinn tekur Falluja í Iraq. Loftárásir á Köln, Kiel og Emden,
svo og á ýmsa staði á norðurströnd Frakklands. Þjóðverjar gera loft-
árásir á flugvelli á Suðvestur-Englandi. Lítið tjón hlýzt af.
21. til 25. maí 1941. Þjóðverjar flytja í sífellu fallhlífarlið til Kritar.
Tilraunir þeirra að koma liði sjóleiðis fara út um þúfur. — Fallhlífar-
liðið nær Maleme-flugvellinum á sitt vald. Sjóorrusta við Grænlands-
strendur. Brezka orrustuskipinu Hood sökkt. Brezki flotinn veitir þýzka
orrustuskipinu Bismarck eftirför. Tilkynnt, að Georg Grikkjakonungur
og ríkisstjórn hans hafi komizt undan til Egyptalands.
26. til 31. maí 1941. Þjóðverjar senda stöðugt fallhlífarlið til Krítar
og neyða varnarliðið til undanhalds. Grimmilegir bardagar geisa hvar-
vetna á eynni, einkum þó á Caneavígstöðvunum. Þjóðverjar ná þeirri
borg á sitt vald, enn fremur borginni Heraklion. Vörnin í molum.
Bretar hefja brottflutning hersveitanna á Krít. Iraqmenn semja frið
við Breta. Tilkynnt, að brezki herinn í Norður-Afríku hafi orðið að
yfirgefa stöðvar sínar í Halfayaskarði. Þýzka orrustuskipinu Bismarck
sökkt. Roosevelt Bandaríkjaforseti tilkynnir almennar varúðarráðstaf-
anir. Loftárásir á ýmsa staði í Bretlandi.
1. til 5. júní 1941. Brezki herinn heldur inn í Bagdad. Tilkynnt, að
Þjóðverjar reyni að ná fótfestu í Sýrlandi. Hitler og Mussolini hittast
í Brennerskarði. Miklar loftárásir gerðar á borgirnar Manchester í
Bretlandi og Alexandríu í Egyptalandi.
6. til 10. júní 1941. Hersveitir frjálsra Frakka og Breta fara yfir
landamæri Sýrlands. Mikið herskipatjón Breta við Krít. Loftárásir
enn gerðar á Alexandríu. Valda miklu tjóni. Brezki flugherinn gerir
árásir á frönsku hafnarborgirnar L’Orient og Brest, svo og á skipa-
lestir Þjóðverja úti fyrir ströndum Hollands og Belgíu.