Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 65
EIMREIÐIN
STYRJALDARDAGBÓK
161
11. til 15. júní 19U. Bretar og frjálsir Frakkar halda áfram sókn
sinni í Sýrlandi, taka borgina Sidon og nálgast Jezzin á miðhluta
þessara vígstöðva. Tilkynnt, að brezkt sjólið hafi tekið borgina Assab
i Eritreu. Brezki herinn í Norður-Afríku byrjar sókn suður og suð-
austur af Sollum. Miklar loftárásir gerðar á Þýzkaland, einkum Ruhr-
hérað og Köln.
10. til 20. júní 1941. Tilkynnt, að miklir bardagar geisi á miðhluta
Sýrlandsvígstöðvanna. Mikilvægar varnarstöðvar suður af Damascus
teknar. Stöðugar loftárásir gerðar á Þýzkaland, einkum borgirnar Köln,
Eiisseldorf og Kiel. Tyrkir og Þjóðverjar gera með sér vináttusamning.
Roosevelt Bandaríkjaforseti fyrirskipar, að öllum þýzkum ræðismanna-
skrifstofum í Bandaríkjunum skuli lokað.
21. til 25. júní 1941. Þjóðverjar hefja innrás í Rússland 22. júní.
Sækja fram í Austur-Prússlandi, Póllandi og Rúmeníu. Þýzki herinn
tekur borgirnar Brest-Litowsk, Kaunas og Vilnu, en verður lítið á-
gengt í Bessarabíu. Brezkar hersveitir nálgast Palmira í Sýrlandi, en
Frakkar ná Damaskus á sitt vald. — Grimmilegar loftárásir gerðar á
týzkar borgir, einkum Köln, Diisseldorf og Kiel. Snarpar loftorrustur
háðar yfir Frakklandi.
26. til 30. júni 1941. Grimmilegar orrustur háðar á gjörvöllum Rúss-
landsvígstöðvunum. Þjóðverjar sækja hvarvetna fram og taka borgirnar
Dvinsk og Liepaja í Lettlandi, Minsk í Hvíta-Rússlandi og Lwow í
Suður-Póllandi. Á suðurhluta vígstöðvanna miðar sókn Þjóðverja hægar
afram, enda tekst Rússum að halda velli á svæðinu frá Przemysl í
Fóllandi og alla leið til Svartahafs. Mikar loftárásir gerðar á ýmsa
staði í Þýzkalandi, einkum Hamborg, Bremen, Köln og Dusseldorf.
1. til 5. júlí 1941. Þjóðverjar taka borgirnar Riga og Luck og sækja
fi'am í áttina til Leningrad. Yfirherstjórn Þjóðverja tilkynnir, að
þýzkar hersveitir séu komnar yfir ána Berisina og að fljótinu Dnjepr.
^awell, yfirhershöfðingi Breta við Miðjarðarhaf, og Auckenleck, yfir-
hershöfðingi Breta í Indlandi, skiptast á störfum. Miklar loftárásir
fferðar á þýzkar borgir og stöðvar Þjóðverja í herteknu löndunum hand-
aa Ermarsunds.
0. til io. júlí 1941. Bandaríkjamenn taka að sér hervernd íslands sam-
hvæmt samningi við ríkisstjórn íslands. Bandaríkjahermenn ganga á
laad 7. júlí. Rússar hefja mikil gagnáhlaup á vígstöðvunum í Hvíta-
Fússlandi og verjast af mikilli hörku á Murmanskvígstöðvunum. Dentz,
yfirhershöfðingi Vichystjórnarinnar í Sýrlandi, biður um vopnahlé.
Astralíumenn taka Beirut. — Brezki flugherinn gerir enn miklar árásir
býzkar og ítalskar borgir. Þjóðverjar ráðast á ýmsa staði í Mið-
londum og Southampton. Mikið tjón hlýzt af.
11