Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 69
EIMREIÐIN smásagan í enskum BÓKMENNTUM
165
viðurkenningu, sem hún átti skilið. Þessi höfundur var Etliel
Colburn Mayne.
W illiam Plomer var innan við tvítugt, þegar út kom fyrsta
smásagnasafn hans. Ég hygg, að Plomer sé sá smásagnahöfundur
Englands, sem tekið hefur jöfnustum og staðbeztum framförum
í list sinni. Eftir hann liafa nú birzt mörg verk. Hann er nú á
bezta skeiði og verðskuldar fyllstu atliygli. Því að á tímabilinu
milli heimsstyrjaldanna tveggja var smáságan iðkuð sem bók-
menntaleg íþrótt, og verður þá vel að greina á milli þeirra rit-
höfunda, sem eru aðeins góðir í tækni, og þeirra, sem eru hug-
myndaauðugir og liafa eittlivað frumlegt að segja.
Mjög ofarlega í þesum síðara flokki er D. H. Lawrance. Smá-
sögur lians eru lausar við þann yfirborðsliátt, sem dregur úr gildi
rómana hans. Innsæi hans, eldleg andagift, inýkt hans og skarp-
skyggni nýtur sín í smásögunum. Hann ritaði á styrjaldarárunum
1914—’18. í sögusöfnunum England My England og The Ladybird
virðist mér hann liafa náð að lýsa sálfræðilega einkennum sam-
tíðarinnar betur en dæmi eru til í enskum bókmenntum frá sama
tíma. Og í eftirstríðssögum sínum sýndi liann enga afturför. Það
er hægt að færa gild rök að því, að Lawrence sé bezti smásagna-
höfundur Englendinga. Og hann er áreiðanlega meðal þeirra sex,
sem fremstir standa. Með honum vil ég telja Kipling, Somerset
Maugliam, Aldous Huxley, William Plomer og Katherine Mans-
field. En nú er ég hrædd um að eiga á liættu að verða talin í
meira lagi skeikul. Walter de la Mare er ekki unnt að skipa að
öllu í flokk með hinum. Hann verður alltaf fyrst og fremst tal-
inn í ljóðskáldaflokki. Og liöfundarnir James Joyce, Frank 0’
Connor, Liam O’Flaherty og Seán O’Faoláan eru írskir og því
utan þeirra takmarka, sem ég lief sett mér í þessari grein.
Eftir því sem smásagan hefur aukizt að bókmenntalegu gildi,
eftir því hefur sú hætta aukizt, að viðburðamagn liennar rýrnaði.
Somerset Maugham er sá höfundur, sem bezt hefur sneitt hjá
þessari hættu, sennilega vegna þess, live hann er veraldarvanur í
góðum skilningi þess orðs. Aldous Huxley liefur líka stýrt farsæl-
lega fram lijá þessari hættu — en í honum hefur fagurfræðileg
gnótt millistríðsáranna komist hæst — og fram lijá hættunni
hefir hann sennilega stýrt vegna síns mikla andlega þróttar. En
því miður hafa ýmsir höfundar, sem þó virtist efni í, lent í þoku