Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 71
Eimreiðin SMÁSAGAN I ENSKUM BÓKMENNTUM
167
orðið fyrir þeim frá Ameríkumönnum, einkum Hemingway,
°g það er vel líklegt að það sé einmitt Hemingway, sem
fyrstur varpar skugga á Tcliekov-smásagnastílimi, lygnan og hæg-
fara, sem áður var í móð. Sögur Hemingways höfðu eignast marga
aðdáendur í Englandi þegar á árunum 1920—’30.
Nokkrar smásögur annarrar tegundar birtust þó á tímabilinu
frá 1930—1939, en þær voru flestar eftir ljóðskáld. Þetta voru
stílfagrar smásögur, minnisstæðar fyrir liugmyndaflugið, sem í
þeim er, og viðfangsefni þeirra. Hinar snjöllu sögur Osberts og
Sacheverells Sitwell eiga til dæmis ákaflega lítið skylt við heims-
viðburði eða lýsingar á þeim, þó að reyndar sé lýst sorgarsögu
Frakklands 1940 í smásögunni Ósigur eftir Sitwell. Peter Quen-
nell, Dylan Thomas og Steplien Spender liafa allir ritað smá-
sögur í þessum anda, og smásögusafnið Brennandi kaktus eftir
Spender er fyllstu meðmæla vert.
Þótt sumum kunni að þykja einkennilegt — en er þó ekki —
tók enska smásagan stakkaskiptum til batnaðar eftir að heims-
styrjöldin, sem menn liöfðu svo lengi búizt við og óttazt, skall á.
Miklu meira liefur borið á fyndni, háði, liugmyndaflugi, of-
dirfsku og þrótti en áður. Listrænn léttleiki var eðlileg afleiðing
langrar eftirvæntingar. Ég neita því ekki, að þyngsla og liarm-
sögulegra einkenna gæti í smásögum okkar styrjaldarárin, og
það er langt frá því, að þar kveði óviðurkvæmilega mikið að
lausung og ábyrgðarleysi. Meðan friður hélzt var ólgan undir
yfirborðinu mjög algengt söguefni smásagnahöfundanna. En eftir
að styrjöldin brýzt út er sjálft yfirborðið einnig ótryggt. Smá-
sagnahöfundarnir brjótast í gegn um það. Söguefnin eru sótt i
það, sem er óbreytilegt og traust, æskuminningar, lieimþrá, kær-
leiksríkar tilfinningar, heimilin, gainla staði eða jafnvel í þau
asvintýri liið innra með konum og körlum, sem valda því, að
hægt er að sætta sig við lífið, meira að segja í sjálfu ölduróti
ófriðarins. Þessi ævintýri eru ef til vill stundum barnaleg, en
þau eru oft hrífandi, og lesendurnir komast við.
í smásagnasafninu The Horizon Book of Short Stories er gott
sýnishorn smásagna, sem ritaðar liafa verið síðan 1940, og ég
hygg, að þar megi finna öll þau einkenni, sem ég hef nefnt.
Þessar sögur, sem Cyril Connolly liefur valið, birtust áður allar
í mánaðarritinu Horizon. Mikið liefur einnig birzt af smásögum