Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 73
EIMREIÐIN
Sæluhúsið við Dauðagil.
Leikrit í einum þætti, tvískiptum.
Eftir Björgvin GuSmundsson.
HLUTVERK:
SEMINGUR, undirlægja í „Klúbbnum".
BJARNI, æskuvinur hans.
SVIPUR, Jón lirak.
SÁ FANNBARÐI, draugur.
FYRRI HLUTI
Sæluhús inni á öræfum. Dyr framarlega til vinstri og gluggi á sama vegg,
nokkru innar. Rúm undir glugganum, meS höfSalag viS slafn, og annaS
andspœnis til vinstri. Milli rúmanna, inn viS bakvegg, er naglfaslur skápur
°g jafnframt notaSur sem borS. Bak viS rúmiS til hœgri er eldiviSarkassi,
og hangir vegglampi uppi yfir honum, og til hliSar viS hann er lítill flatof.a
(kamina). IS’ótt og myrkur, nema örlítil glæta frá glugganum. VeSurhljóS
allbyljótt.
ÓSÝNILEGUR KÓR (sé þess ekki kostur, má kveSa vísuna eSa mœla
hana fram):
Tvísýnt, skrafað, er tíð'arfar.
Tunglið kafar í skýjamar,
skuggar lafa úr lofti, þar
um landið, í myrkra-flikum,
er sveima iiagvilltu sálirnar
og svipar af trölla-líkum.
(Dyrnar opnast harkalega, og tveir fannbarSir menn koma inn. Fylgir
þeim hríSar-stroka gegnum opnar dyrnar.)
SEMINGUR (sem gekk jyrir): Sér er nú hvert bölvað áhlaupið. Lokið
þið dyrunum — fljótt.
BJARNI (í því hann lokar): Aldrei hef ég orðið jafn feginn að komast í
húsaskjól. Hefurðu ekki eldspýtur, Semingur?
SEMINGUR: Jú, ég er að reyna að ná þeim, (hlœr) en jafnvel útfarinn
vasaþjófur mundi eiga fullt í fangi með að komast inn úr þessum klakalijúpi.
BJARNI: Það var mikil guðs mildi, að við skyldum hitta þennan blessaða
samferðamann, eða hann okkur. Án lians leiðsagnar hefðum við aldrei náð
hingað lifandi. — Hvar ertu, vinskapur?
(Þög n.)
SEMINGUR: Já, víst er um það, livað mikinn eða lítinn þátt sem guð