Eimreiðin - 01.04.1945, Side 78
174
SÆLUIIÚSIÐ VIÐ DAUÐAGIL
EIMREIÐIN
sögunum, gerið þið að þeim guðspjöllum, sem öllum sé skylt að leggja lit
af, ef þeim þá einu sinni leyfist að hrófla nokkuð við slíkum helgidómi.
Þarna sláið þið tvær flugur í einu höggi, og tilgungurinn er auðsær.
SEMINGUR (háSskur): Og hver skyldi hann nú eiga að vera?
BJARNI: Sá sami og ávallt: Að gera listina að eins konar tízku-varr.ingi.
Það er líka snjallasta ráðið til að skjóta slaghrandi fyrir alla eðlilega þróun
hennar, því að það útilokar alla sanna listamenn frá að geta notið sín —
og þjóðina frá að geta notið þeirra og þar með sannrar listar. Enginn lista-
maður af guðs náð getur látið aðra en sína eigin andagift segja sér fyrir
verkuin. En úr því að tónskáldin þurfa nú endilega að vera svona þjóðleg,
hvað þá um skáldin; mega þau kannske ekki vera þjóðleg?
SEMINGUR: Auðvitað mega þau það að vissu leyti. En þau eiga fyrst og
fremst að lýsa lifinu eins og það er á hverjum tíma. Þau eiga að vera raunsæ.
BJARNI: Jæja, hara að vissu leyti, segir þú. En svo ég snúi mér að því,
sem við vorum að tala um, þá mælir heilhrigð skynsemi með því, að þjóð-
sögurnar séu sýnu listrænni en þjóðlögin, að þeim annars ólöstuðum. ís-
lendingar hafa frá upphafi sinna vega tamið sér orðsins list og voru enda á
tímahili öndvegisþjóð heimsins á þeim vettvangi. Ilins vegar liafa þeir farið
algerlega á mis við gullöld tónlistarinnar og nokkra verulega tónmenntun,
allt fram á okkar daga.
SEMINGUR: Því meiri nauðsyn her til að leggja rækt við þjóðlögin, seni
þau eru til orðin einmitt á þeim tíinum, þegar þjóðiii var minnst trufluð af
erlendum áhrifum. En þess vegna eru þau líka sú einasta tónlist, sem við
cigum sjálfir.
BJARNI: Tilheyra þá ekki núlifandi íslenzk tónskáld þjóðinni?
SEMINGUR: Jú. (Glottir.) Ef tónskáld skyldi kalla. Þau eru flest undir
erlendum áhrifum, eins konar endurhljómur af 150 til 200 ára gamalli klassík.
Klúhburinn viðurkennir einungis þjóðleg tónskáld.
BJARNI: Einmitt það. Ég veit samt ekki betur en að ég hafi heyrt þig
og aðra háttvirta klúbhs-meðlimi halda mjög á lofti erlendum stefnum og
straumum, hæði í listum, stjórnmálum og siðmenningu yfirleitt — og að þið,
auk heldur, haldið þessu öllu að þjóðinni, jafnvel meira en góðu hófi gegnir.
SEMINGUR: Það eru stefnur nútímans, sem við viljum að þjóðin fylgist
með og tilcinki sér. Um fortíðina varðar okkur ekkert, hún er dauð og á
að gleymast.
BJARNI: Þið viljið, með öðrum orðum, gleyma því, sent getur ekki
gleymzt, og drepa það, sem getur ckki dáið. Mín skoðun er sú, aö það af list
fortíðarinnar, sem lifir, sé eins og hrcinsað gull. En nútiðinni mætti liins
vcgar líkja við gullstein, sem framtíðin á eftir að vinna gullið úr.
SEMINGUR: Sú list tilheyrir fortiðinni eigi að siður og á ekkert erindi
til nútímamannsins — og þó sízt af öllu í nokkru afturgöngu-formi. Þess
vegna gctum við ekki viðurkennt þá listamenn, sem eru undir áhrifum fortíðar-
innar. Þcir einir mega kallast listamenn, scm troða nýjar brautir.
BJARNI: Eða erlendar eftirstríðs-ógöngur. En list er list, hvaðan sein
hún kemur. Ilið dýrðlega við listina er einmitt það, hvað hún er hvorltveggjn