Eimreiðin - 01.04.1945, Side 88
184
SÆLUHÚSIÐ VIÐ DAUÐAGIL
EIMRBIÐIN
sökina, ecm enginn liafði þig grunað'an um. Þá varstu sannur' drengur og
mikilmenni, Semingur, og þá lengi á eftir varstu óþekkjanlegur fyrir sama
barn. Þá varstu hamingjusamur.
( Þögn.)
BJARNI: Ég man, hve ég dáðist að þér þá. Mig langaði til að faðina þig,
og inér fannst, að allir ættu að hera þig á gullstóli, inér fannst þú vera hetja
og dýrlingur. Frá þeirri stundu hef ég viljað vera vinur þinn og oft dáðst
að þér undir niðri, þrátt fyrir fullkominn skoðanamun í flestum eða jafnvel
öllum efnum. Ég trúi því, að þú sért enn þá saini drengskapar-maðurinn
og þú varst þá.
SEMINGUR: Ætlarðu aldrei að þagna? (Brestur mál af œsingu.)
(Þegar hér er komiS, eru þeir báSir ferSbúnir aS kalla.)
BJARNI (fer í yfirhöfnina. MeS ofurþunga): Jú. — Ef þú ert orðinn svo
forhertur, að þú getir engum sönsum tekið, skaltu héðan af fá að sigla þinn
eiginn sjó fyrir mér. (í vaxandi œsingu): En það sver ég, að ofan af þessari
loddara- og landráða-klíku ykkar skal ég, að mér heilum og lifandi, fletta
svo greinilega, að viðurstyggð ódrengskaparins og spillingarinnar blasi við
allri þjóðinni í allri sinni andstyggilegu nekt. Þú manst lciðina. Vertu sæll.
(Snarast út.)
SEMINGUR (afmyndaSur af heift): Vogarðu? (Snarast út á eftir Bjarna.
Tryllingslega, í því hann hverfur út um dyrnar): Níðingur — fyrr geng ég af
þér dauðum.
(tJli fyrir heyrast upphrópanir á stangli í nokkurri fjarlœgS og loks sker-
andi angistar-óp.
Svipurinn frá um nóttina kemur inn fremst til hœgri og staSncemist til
hliSar viS ofninn.
Semingur skjögrar inn um dyrnar, lémagna og yfirkominn.)
SEMINGUR (hallast upp aS dyrastafnum. Tautar): Guð minn. (Hleypir í
sig þrjózku): Nei. — Þetta var hara slys, — liann hrapaði svona hinsegin,
út úr ryskingunum. (Sér svipinn og bregSur): Hver ert þú, og hvað ertu að
gera hér?
SVIPURINN (flissar): Ég er Jón hrak. (Hverfur.)
SEMINGUR (brjálast til fulls, grípur höndum fyrir andlitiS og öskrar,
tekur viSbragS út um dyrnar. Nokkur angistaróp í vaxandi fjarlœgS.)
T j a 1 d i ð .