Eimreiðin - 01.04.1945, Side 91
eimreiðin
Hausimyrkur.
Smásaga.
Eftir Hrafn Hrafnsson.
Hægt og rólega leið skipið frá bryggjunni, eins og það vildi
gera gys að öllum hávaðanum og gauraganginuin, sem því er
jafnan samfara, þegar skip leysa landfestar.
Ungu brúðhjónin hölluðust út yfir öldustokkinn og brostu til
vina og kunningja í landi, sem nú notuðu síðasta tækifærið til
þess að óska þ eim allra lieilla í brúðkaupsferðinni með því að
veifa liöttum og vasaklútum, líkt og þeir væru veldissprotar vold-
ugra guða, sem opnað gætu brúðhjónunum fólgna fjársjóði þrot-
lausrar hamingju.
En nú var eins og skipinu leiddust þessar langvarandi kveðjur,
því að það jók skriðinn að mun, svo að eftir skamma stund
saust aðeins deyjandi ljósrákir frá rafsólum þess, er rufu haust-
myrkrið.
Ég dró andann léttara.
Það var eins og óljós, en þó kveljandi kvíði, sem stundum
asækir mig á undan óhöppum, fjarlægðist mig um leið og skipið.
Ég hafði komið til bæjarins þetta sama kvöld, og þegar ég
hafði tryggt mér herhergi á gistihúsi, slæptist ég niður á bryggju
í jieirri von, að rekast þar á einlivern, sem ég þekkti. Sú von
hafði brugðizt, því að í öllum þessum mannfjölda var enginn
kunningi, sem ég gæti komið auga á, nema liin unga brúður,
sem af skiljanlegum ástæðum hafði engan tíma til að sinna göml-
um málkunningjum.
„Sæll og blessaður, ganili vinur! Á eftir hverjum liorfir þú
svo þungbúinn út í haustmyrkrið?“
Ég hrökk upp úr hugleiðingum mínum og leit á þann, sem
ávarpaði mig. Það var Hörður, skólabróðir minn og vinur, sem
ég hafði ekki séð í tvö ár.
Ég greip liönd Harðar og fann eins og í fyrri daga þetta vin-
hlýja, fasta liandtak, sem einkenndi liann.
„Ertu setztur að hér í Eyrarkaupstað, Bergur?“