Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 92
188
HAU STMYRKUR
EIMREIÐIN
„Nei, ég er liér aðeins á ferð.“
„Einkennileg tilviljun,“ sagði Hörður, „að við skyldum hittast
liér. Ég kom liingað í dag, beina leið frá útlöndum, ætlaði að
nota þessa stuttu stund, er ég stæði við, til þess að lieimsækja
gamla vinstúlku, en þá vildi svo meinlega til, að hún var að
gifta sig.“
Ég leit framan í Hörð, þegar hann sagði síðustu orðin. Nú
skildi ég kvíðann, sem liafði ásótt mig fyrr um kvöldið. í aug-
um Harðar brá fyrir ísköldu leiftri, sem ég kannaðist svo vel
við frá skólaárunum, þegar liann var í bardagaliug.
Nú skildi ég, að það, sem ég hafði óttazl um kvöldið, án þess
þó að það væri mér ljóst, var það, að Herði skyti allt í einu upp
í mannþrönginni, hann ryddist gegnum hópinn til ungu brúð-
lijónanna og ynni þar eittlivert óhappaverk.
Það var eins og Hörður læsi liugsanir mínar.
„Nei, gamli vinur. Ég er hættur að nota linefana til að berja á
öðrum mönnum. Ég á ekki sökótt við neinn, nema sjálfan mig. —
— En hvernig er það með þig, Bergur, liefurðu tryggt þér húsa-
skjól í nótt?“
Ég játti því.
„Þá ætla ég að nota mér gestrisni þína ofurlitla stund, því
að ég er orðinn leiður á því að standa liér. Klukkan 12 fæ ég
ferð yfir að Nesi, og þá ferð ætla ég að nota.“
Yið gengum þegjandi lieim að gistihúsinu og upp á herbergi
mitt. Þar settumst við andspænis hvor öðrum.
Ég bauð Herði vindil. Hann tók við lionum, kveikti í og blés
reyknum út í loftið í þykkurn strókum.
„Manstu það, Bergur,“ sagði svo Hörður skyndilega og starði
á reykjarmekkina, „þegar við reyktum skilnaðarvindlana fyrir
tveimur úrum?“
„Já, ég lield ég muni það. Það var, þegar þú varst að fara til
útlanda.“
„Þá var ég að fara til útlanda,“ endurtók Hörður, „og ætlaði að
verða mikill maður, því að annað var Erlu Bryndal ekki sam-
boðið.------Ég hafði unnið eins og óður maður allt sumarið.
Hvert verk, sem ég átti að vinna, fannst mér vera veggur, sem
hlaðinn hefði verið milli mín og Erlu, og ég var óþreytandi við