Eimreiðin - 01.04.1945, Side 93
eimreiðin
HAUSTMYRKUR
189
að brjóta þessa veggi niður. Það sumar kvaddi ég hvern liðinn
dag með þakklæti og heilsaði hverjum nýjum með fögnuði.“
Hörður tók sér málhvíld og saug vindilinn fastara en áður.
Ég þagði og beið þess, að hann liéldi áfram.
„Loksins rann upp hinn langþráði dagur, dagurinn, sem mig
hafði dreymt um allt sumarið í vöku og svefni.
Ég steig á skip og lét í haf. Mér varð liugsað til landa minna
á söguöldinni, og mér rann blóðið til skyldunnar. Þannig höfðu
þeir og látið í liaf til að kanna ókunna stigu og afla sér fjár og
frama, en festarmær þeirra beið í foreldraliúsum, tvo eða þrjá
vetur. Tvo vetur og sumur var ég í framandi löndum. Ég gekk
ekki fyrir þjóðhöfðingja til að kveða þeim kvæði og þiggja glit-
ofnar skikkjur eða fullfermda knerri að launum. Söguöldin er
liðin og kemur aldrei aftur. En ég framaðist þar á ýmsa lund og
þóttist fær í fléiri sjóa en áður. Og svo mjög sem ég liafði þráð
að kornast utan, þráði ég nú enn þá meira að komast heirn aftur,
því að heima beið Erla, og þar sem Erla var, þar var einnig
hamingja mín og hlutverk í þessu lífi.----Það getur enginn lýst
þeim tilfinningum, sem bærðust í brjósti mér í morgun, þegar
skipið leið hérna inn lognsléttan fjörðinn. Ég stytti mér stundir
nieð því að gera mér í liugarlund, hvernig Erla myndi taka á
móti mér. Ég sá sjálfan mig í anda ganga léttum og hröðum
skrefum heim að húsinu. I dyrunum stóð Erla, brosti og bauð
niig velkominn.
Ég man, að ég varpaði þesum draumórum frá mér, þegar
8kipið lagðist að bryggjunni. Ég var með þeim fyrstu, er stigu
á land, og einn af þeim fáu, sem tafarlaust gátu lagt af stað upp
í bæinn, því að mig töfðu livorki vinir né kunningjar.
Samt fannst mér allir horfa svo einkennilega á mig, og mér
fannst ég geta lesið út úr svip þeirra:
„Þetta er unnusti Erlu Bryndal, fegurstu stúlkunnar í Eyrar-
kaupstað.“
Það greip mig eittlivert magnleysi; það var engu líkara en að
allur sá þróttur, sem mér liafði fundizt ólga í blóði mínu að
undanförnu, liefði verið afleiðing áfengra drykkja, sem ég nú
allt í einu liætti að neyta, og nú tækju þreytan og ofreynslan mig
heljartökum.
Ég reyndi að rétta úr mér, en þó fannst mér ég vera álútur.