Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 94
190
HAUSTMYRK.UR
EIMREIÐIN
Ég reyndi að hafa frjálsmannlegan limaburð, en þó fannst mér
ég liengslast áfram eins og littaugaður drykkjuræfill, sem læðist
að húsabaki til þess að ná sér í meira brennivín.
Fötin virtust mér fara herfilega, og hattinn minn gat ég ómögu-
lega lagað svo, að mér fyndist ekki öllum verða starsýnt á það,
hversu kjánalega liann sæti á höfði mér. — -—
- Ég var kominn heim að lnisi Benedikts Bryndal. Erla
stóð ekki í dyrunum, en hún kom til dyranna, þegar ég hringdi.
Hún brosti ekki, þegar hún sá mig, eins og ég liafði gert mér
í hugarlund. Aftur á móti sá ég greinilega, að vandræðasvipur
færðist yfir hið fagra andlit hennar.
Hún bauð mig raunar velkominn, en það voru einungis kurt-
eisisorð.
Hinar glæstu framtíðarliallir mínar hrundu á svipstundu, og
úr rústum þeirra breiddist liolurð á milli okkar Erlu, urð, sem
ég aldrei gæti rutt.-----
Hvað okkur fór síðan á milli, skiptir litlu máli.
Ég krafðist skýringa, enda þótt mér væri full-ljóst, hvert stefndi,
— og Erla gaf skýringar, sem gerðu málið enn þá flóknara.
Mér fannst hvert orð hennar vera eins og hárbeilt sverðsegg
og fjöregg mitt verða fyrir hverju liöggi.
Ég gekk niður tröppurnar og út á götuna.
Gat þetta verið sami bærinn, sem áðan glitraði í sólskininu,
en nú var sveipaður haustþoku?
Gat þetta verið sama fólkið, sem áðan liafði liorft á mig rann-
sakandi augum, vegið mig og metið, en nú fór eins og ósjálfrátt að
laga á sér fötin, ef ég leit á það, eins og það ætti von á, að ég sæi
þar einhver lýti?
Ég fór að finna til einkennilegrar gleði. Nú var mér svo lijartan-
lega sama, hvernig limaburður minn var. Hverjum kom hann
eiginlega við? Ég hallaði hattinum út í annan vangann og fannst
hann sitja þar prýðilega, hneppti frá mér jakkanum, tróð liönd-
unum ofan í buxnavasana og glotti framan í þá, sem ég mætti á
götunni.
Gleði mín fór vaxandi, nálgaðist það næstum að verða djöfulleg.
Nú liafði ég engu að tapa, ekkert að óttast. Það mætti gjarnan
rigna eldi og brennisteini, því að ég átti ekkert, sem eldur gat
grandað. Nú vissi ég, að ég var aðeins Hörður Bjarnason, sem