Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 95
eimreiðin
HAUSTMYRKUR
191
átti livorki föður, móður né unnustu, er taka þyrfti tillit til, ef
ganga skyldi á hólm við örlögin.
Nú fann ég það líka, að fjöregg það, sem Erla hafði hrotið,
var ekki mitt fjöregg, lieldur fjöregg Harðar, sem ætlaði að verða
mikilmenni og eiginmaður Erlu Bryndal, fegurstu stúlkunnar í
Eyrarkaupstað. Sá Hörður lá nú liðið lík við fætur hennar. Hvað
kom hann mér við?“
Hörður þagnaði, kastaði vindlinum, sem nú var því nær út-
örunninn, í öskubakkann.
Ég liafði ekki tekið fram í fyrir honum, meðan liann sagði frá
því, sem honum bjó í skapi, og ég ætlaði mér lieldur ekki að
konia með neinar hugleiðingar í sambandi við það, þegar hann
hafði lokið máli sínu.
Það er hægara að votta vini sínum samúð með þögn en með
°rðum. Og Hörður var vinur minn.
„Annan vindil?“ sagði ég og rétti lionum veskið.
„Þakka þér fyrir.“
Hann kveikti í vindlinum, dró því næst upp úrið sitt og leit
á það.
„Ég verð að hraða mér,“ sagði liann og stóð hvatlega á fætur,
„annars rnissi ég af ferðinni.“
Ég fylgdi honum til dvra. Þar tókumst við þegjandi í hendur. —
•----Ég horfði á eftir Herði, þar sem hann gekk niður götuna
með hattinn í hendinni. Hreyfingar hans báru vott um karl-
mennsku og kæruleysi fyrir öllum siðvenjum.
Mér virtist engu líkara, en að hann væri að brjótast gegnum
snjóskafl eða vaða straumharða á, þegar ég sá hann hverfa út í
haustmyrkrið.