Eimreiðin - 01.04.1945, Side 96
EIMREIÐIN
Finnskar bókmenníir.
Eftir Bjarna M. Gíslason.
[t 3. hefti Eimreiöarinnar 1940 hirtist grein undir jyrirsögninni „Edda
Finnlandseflir Bjarna M. Gíslason rithöfund. En í grein þessari var fjallaii
urn hin frœgu söguljóö Finna, „Kaleialit“, sem eru upphaf og undirstaöa
jinnskra bókmennta. 1 grein þeirri, sem hér fer á eftir, lýsir sami höfundur
finnskum hókmenntum frá því að Kalevalakvœðunum var safnað af Elíasi
Lönnrot (1802—1884) og fram lil upphafs nýafstaðinnar Evrópu-styrjaldar.
Ritstj.]
Eftir að Kalevalaóðurinn varð kunnur meðal almennings í
Finnlandi, varð auðveldara að brúa bilið milli stéttanna. Hinar
vaxandi tilraunir manna til að skyggnast inn í líf farinna kyn-
slóða voru fyrstu skrefin í áttina til að skilja þá leyndardóma
þjóðlífsins, sem liggja í félagsskap og þjóðskyldu. Ekkert ver-
aldlegt afl eða vígaferli befur átt stærri þátt í endurreisn finnsku
þjóðarinnar en einmitt þetta merkilega lietjukvæði. Það opnaði
augu listamannanna fyrir ótæmandi ríkdómi málsins, sem í mörg
bundruð ár liafði verið olnbogabarn á sviði bókmenntanna, og
það kom af stað við liáskólana vísindalegum rannsóknum á
finnsku þjóðlífi fyrri tíma, þannig, að engin þjóð í heiminum
á fleiri fræðibækur um það efni en Finnar.
Sú sálarorka, sem þannig leystist úr læðingi, bar auðvilað
ávöxt lijá mikilbæfum mönnum, sem í andlegum skilningi voru
umboðsmenn þjóðararfsins og af kærleika og samvizkusemi hafa
ávaxtað bann frá kynslóð til kynslóðar. Þar koma fyrst til greina
þjóðhöfðingjarnir og þau skáld, sem hafa styrkt þjóðfélagslífið
með því að láta skáldlistina túlka guðdómskraftinn í andlegu líf1
ættanna, og því næst þeir listamenn, tónskáld, myndböggvarar
og málarar, sem einnig hafa verið boðberar hins góða og sanna,
er liðnar kynslóðir böfðu komið auga á, á undan þeim. Her
verður drepið lauslega á nokkur af skáldum Finna, á starf þeirra
og líf, en þetta verður þó afarófidlkomið, því að greina frá inörg-
um mikilmennum, sem liver á sinn liátt hafa látið eftir sig heilt