Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 104
200
FINNSKAR BÓKMENNTIR
JEIMREIÐIN
ustn skáldkonum lieimsins. Hún byrjaði fyrst að rita og gefa út
skáldrit sín, þegar hún var 40 ára gömul. Þegar frá byrjun var
bún sá binn fullkomni meistari, sem ætíð stóð harður styr um,
meðan bún lifði. Hún er mikilvirkasti ritböfundur Finnlands,
sendi út nýja bók á hverju ári og stundum meira en eina. Stöðugt
valdi hún sér ný viðfangsefni úr lífi almúgans, og bún var
óþreytandi talsmaður mannúðarinnar. Undirtónninn í öllu starfi
bennar er bræðralag; og það er hymingarsteinninn í list liennar.
Hún liefur aðallega skrifað sjónleiki og var á sínum tíma
engu minna metinn leikritaböfundur en Henrik Ibsen. Miklu
af skáldverkum liennar er snúið á önnur tungumál. Fyrstu tilraun
sína til að rita þjóðlegan sorgarleik gerði hún með leikritinu
„Murtovarkaus“ (lnnbrotsþjófurinn). Eins og nafnið bendir til,
er það olnbogabarn lífsins, sem hún skýrir frá. I öllum ritsmíð-
um sínum, smásögum og leikritum, reynir bún að opna augu
manna fyrir bágstöddum einstaklingum og illum kjörum verka-
lýðsins. Meðal þekktustu leikrita liennar er: „Työmielian vaimo“
(Kona verkamannsins), „Köyhaá kansaa“ (Fátæklingar) og sorg-
arleikurinn „Anna Lisa“.
Ágætastur allra þeirra rithöfunda, sem fylgdu í fótspor Mina
Canth, er Johan Brofeldt (1861-^-1921), betur þekktur undir
nafninu Juhani Alio. Hann fékk þegar á uugum aldri ágæta mennt-
un, og hún veitti honum tækifæri til að lesa ýmislegt úr lielztu
bókmenntum Evrópu. Hann ferðaðist einnig talsvert í öðrum
löndum, mest í Frakklandi, og í ýmsum verkum lians gætir álirifa
frá Emile Zola. Til að byrja með er eins og skáldgyðja bans
reiki milli gullaldarböfundanna og raunsæisstefnunnar. Á þeim
tíma skrifar bann margar klassiskar smásögur og skáldsögurnar
„Dóttir prestsins“ og „Kona prestsins“, sem m. a. eru þýddar a
dönsku. Ilreinræktaður raunsæismaður er bann fyrst í smásögunm
„Yksin“, sem bann skrifaði á námskeiði í París. Hún segir fra
næturlífi Parísarborgar. Hann vann sér þó engar vinsældir í föð-
urlandinu með þeirri sögu, og yfir liöfuð dáðust menn ekkert
sérstaklega á þeim tíma að skáldskap bans. En með yndislegum
órímuðum smákvæðum og smáþáttum, sem hann birti síðar undir
nafninu „Spænir“, vakti bann eftirtekt og aðdáun þjóðarinnar.
Allir mögulegir bljómar tímanna kveða við í þessurn smákverum
bans. Og með þeim liefur bann meira en nokkur annar útbreitt