Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 108
204
I'INNSKAR BÓKMENNTIR
EIMREIÐJN
innar og andlil mannsins ineð „hakann og skófluna“ sé auðþekkt
í verki þesu, verður Sillanpaa þó ekki með réttu settur á bekk
með hreinræktuðum verkalýðsskáldum. Hann vantreystir að vísu
oddborgurunum, en þó ekki með neinu liatræmi, þvert á móti
segir liann, að fjárútvegurinn og stórframleiðslan séu yngstu
menningartilraunir þjóðarinnar, og geti því í fyrstunni tekið
ýmisleg víxlspor eða jafnvel lirasað. Hann trúir því fastlega, að
allir Finnar séu mannúðarvinir í merg og bein, og þess vegna
kveðst liann elska föðurland sitt, að hann viti, að það berjist
fyrir bættum kjörum alþýðunnar.
Næsta skáldsaga lians, „Silja“ (1931), er um unga stúlku og
kærleik liennar til mannsins og jarðarinnar. Og síðasta bókin,
„Vegur mannsins“, er þróttmikil saga um vegferð mannsins gegn-
um lífið. I þessum bókum sýnir liann eins og víðar nákvæma at-
hygli á öllu, smáu og stóru, í ríki náttúrunnar. Sjaldan er bvers-
dagsleikinn svo grár og fátæklegur, að ekki sé þar einhver 1 jós-
depill. 1 miðri baráttunni er eins og maður beyri blæ grænna
laufblaða, sein falli á jöðina í björtum sumarskógi. Það er Finn-
land sjálft, sem þannig geymist í bug lians eins og dýrmætL
fvrirbrigði, sem sökkvir þunga lífsins í djúp gleymskunnar.
Um Emil Sillanpaa liefur allinikið verið ritað, og ýmsir álíta,
að bann sé mesti rithöfundur Finna. En slíkt er þó varla rétt.
Hann er gæddur mikilli ástúð, hreinskilni og hugkvæmni, en
bann skortir þann ebbnóð og það blæfagra og breina undirspil,
eins og fyrirboða óumræðilegra stunda, sem einkenndi list Juhani
Ahos. Sillanpaa getur verið bæði þunglamálegur og þreytandi.
En hann skeylir því engu. Hann lieldur stöðugt áfram og þrýstir
sér inn í bug lesandans með einstakri ró og óbilandi vissu trúar-
innar, þannig, að maður verður fyrr eða síðar snortinn af lífsstefnu
bans, sem er nokkurs konar þróunarkenning tilfinninganna, Hann
blær að öllum útreikningi og heilaspuna, sem reynir að um-
breyta náttúru mannsins, því slíkar tilraunir valda aðeins tóm-
leika og tilgangsleysi og tefja fyrir eðlilegri þróun jarðlífsins.
Emil R. Sillanpáa liefur skrifað allar bækur sínar á finnsku,
og þær eru þýddar á mörg mál. Finnsk tunga er nú ekki lengur
eins og gömul og einmana kona, sem situr á auðum bekkjum,
beldur eins og ung og fögur mær, sem fríðir sveinar úr ölluin
áttum biðla til.