Eimreiðin - 01.04.1945, Side 110
206
FINNSKAR BÓKMENNTIR
EIMREIÐIN
kennt 1917, en í lierskálunum í Finnlandi lágu þúsundir af rúss-
neskum liermönnum, sem Lenin liafði ekkert taumhald á og gat
ekki kallað lieim til Rússlands. Þessi höfuðlausi lier var plága
fyrir Finnland vegna yfirgangs og virðingarleysis gegnvart sið-
ferði manna. Og seinna, þegar liersveitir þessar sameinuðust kom-
múnistum og lögðu undir sig suðurhluta landsins ásamt höfuð-
borginni, Helsingfors, leiddi líf þeirra af sér öfgar siðspillingar
og eymdar. Það er niður þessa tímabils, þytur örvæntingarinnar,
vonlaust viðhorf mannúðarinnar, nýmóðins lijátrú og ýkjusagnir,
sem bregður fyrir sjónir í skáldsögu Jarl Hennners og jafnframt
því skjóllausar tilraunir einstaklingsins til að finna afdrep fyrir
byljum þessara liörmunga.
Mestur allra þeirra, sem yrkja ljóð á sænsku í Finnlandi, er
Emler Diktonius (f. 1896). Hann hefur gefið vit margar eftir-
tektarverðar kvæðabækur og snúið á sænsku ýmislegu eftir ágæt
finnskutalandi skáld. Meðal skáldkvenna er Edith Södergran
(1892—1923) þekktust. Hún er einkennileg og sjálfstæð. Skáld-
skapur liennar geymir töfra, sem ómögulegt er að gera grein
fyrir. En líf liennar varð stutt. Hin sérstæða list liennar er eins
og uppliaf á blómaskeiði, sem enginn liefur getað haldið áfram
með.
Mörg fleiri skáld mætti telja, bæði menn og konur, sem hafa
tamið sér hina fögru list orðsins. En hér skal þó staðar numið,
|)ví lítill fróðleikur yrði að því að nefna aðeins nöfnin. Þessi kafli
er aðeins lítils liáttar ábending þess, að Finnar eiga og hafa átt
mörg mikilhæf skáld, sem liafa orpið ljóma á land sitt og þjóð,
bæði heirna og meðal erlendra unnenda orðsins listar.