Eimreiðin - 01.04.1945, Page 111
EIMREIÐIN
Sveinhjörg í Seibergi.
Eftir GuSmund FriSjónsson.
[Saga sú, sem hér birtist, ejtir hinri nýlega látna þjóSkunna rithöfund
Guðmund FriSjónsson frá Sandi, mun aS líkindum síSasta smásagan, sem
hann ritaSi. En eins og kunnugt er, var smásagnagerS annar aSalþáttur rit-
höfundarstarfs hatis, nœst IjóSagerSinni, svo aS smásögur hans skipta mörg-
um tugum. Munu sumar þeirra jafnan verða taldar meS því bezta, sem
til er í þeirri grein skáldskapar í íslenzkum bókmenntum. — Ritstj.]
Stjórn Búnaðarfélags íslands rak upp stór augu, þegar lienni
barst umsókn frá kvenmanni um styrk og lán til að byggja nýbýli.
Konan nefndi sig Sveinbjörgu Sölvadóttur og taldi sér beimili
að Flúðum í Langadal.
Stjórn Búnaðarfélagsins þótti umsóknin gallagripur. Þar var,
að dómi félagsstjórnar, fátt eða ekkert þeirra skilríkja, sem þeir
vildu moða úr, sem á rökstólum sátu. En sökum þess, að þessi
umsókn var sú aleina, sem félagsstjórninni hafði borizt frá betri
hluta mannkynsins, en stjórnendur búnaðarmálanna eygðir vel
og gæddir beztu manna yfirsýn, leizt þeim að afla sér upplýs-
inga um liagi Sveinbjargar, og sendu þeir í þeirn vændum spurult
bréf lireppstjóranum, sem forsjónin liafði sett yfir Sveinbjörgu
Sölvadóttur, eins og nokkurs konar tímanlega forsjón. Hreppstjór-
inn varð vel við kvöðinni og sendi stjórn Búnaðarfélagsins bréf,
sem liér kemur í dagsbirtuna — í afriti:
.... „Mér er skylt og ljúft og einnig létt um vik að gefa upp-
lýsingar um Sveinbjörgu Sölvadóttur. Við vorum nágrannar, þeg-
ar við vorum ung, og síðan aldur færðist yfir okkur, lief ég liaft
veður af lienni og afspurn. Saga hennar er nokkuð einstök eða
fágæt, og vil ég gera fyllri grein fyrir henni en þörfin beinlínis
krefur og skylda mín sem embættismanns, ef ég annars má kalla
mig því nafni.
Það er þá fyrst og fremst af Sveinbjörgu að segja, að bún var
alin upp bjá vandalausu fólki; var að vísu eigi liart leikin, en
skorti þó móðurlega blíðu og föðurlegan stuðning. Hún var
draumlynd, viðkvæm og vel viti borin, bókaormur, þegar hún