Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 115
EIMREIÐÍN
SVEINBJÖRG I SETBERGI
211
sólskinið dátt við einstæðingnum í þessum helga steini.
Áin söng látlaust og í lægra lagi, af því að enginn vöxtur var í
henni. Sveinbjörg sat með prjóna í höndum og virtist vera hugsi.
„Hvernig unir þú þér í nýbýlinu?“ spurði komumaður.
Hún leit út í gluggann og svaraði dræmt:
„Ég uni mér bærilega í blessuðu náttmálaskininu, ekki sízt
þegar ég sit við rokkinn minn og áin syngur sína sálumessu.
Eins og þú munt nærri geta, er ólgan farin úr blóðinu og líffærin
komin í jafnvægi. Þá er nokkurn veginn auðvelt að sætta sig
Við það, sem verður að vera.“
Gesturinn mælti:
„Heyrðirðu það nokkurn tíma í æsku, Sveinbjörg, að rokkhljóð
beyrðist í Setbergi, einkanlega í rökkrinu á kvöldin?“
Hún brosti lítils háttar og svaraði með semingi:
„Ójá, það beyrði ég fólk segja, sem þóttist vita lengra en
nef þess náði. Trúir þú, gestur, á þess liáttar hégiljur — eða
fyrirburði?“
Hann mælti og leit fast á tóskaparkonuna:
„Mér þykir sennilegt, að það rokkldjóð liafi verið forboði þess
rokkhljóðs, sem þú ert völd að.“
„Hvernig þá?“ spurði Sveiubjörg.
„Ég á við það,“ sagði gesturinn, „að tíininn standi kvrr, cða
með öðrum orðum, að Urður, fortíðin, Verðandi. nútíðin, og
Skuhl, ókomin tíð, sé þrenning í einingu, óaðskiljanlegar. t. d.
eins og Faðir, Sonur og Heilagur andi krÍ6tinna manna.“
Sveinbjörg lokaði augunum og bætti að prjóna um stund. Svo
leit hún á gestinn.
^Ójá! Rokkhljóðið hérna í Berginu, það er nú, hvað sem
nður var, slundlegt skvaldur, svo sem eins og suðuhljóð í kaffi-
katli.“
Gesturinn leit fast á Sveinbjörgu.
„Þú, sem ert svo skyggn og lieyrir þá líklega fleira en aðrir,
^ttir að meta gamla stefið og það, sem í því felst — „hevrði ég
1 hamrinum“. — Var það eigi þess vegna, að þú kaust þér að-
setur hérna í Setbergi?“
Hún svaraði liægt og lágt:
«Ég veit ekki, maður minn, livað segja skal. Einhvers 6taðar