Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 117
eimreiðin
Poníe Capriasca.
Sólin skein á fagurbláum liaustliimninum, sem var svo heiðskír
að hvergi sá skýhnoðra á loftinu. Hún skein yfir Lugano, yfir
vatnið og fjöllin í kring, og birtan var svo skær, að ég fékk næst-
um ofhirtu í augun og gat ekki lialdið þeim nema hálfopnum.
Þetta var 17. október og ég var nýkominn norðan frá Islandi.
Ég liélt rakleitt suður fyrir Alpafjöll og var nú húinn að vera í
nokkra daga á Norður-Ítalíu og í Suður-Sviss. í dag ákvað ég að
fara með járnbraut til Tessarete, en þaðan gangandi yfir til Ponte
Lapriasca. En hitinn var of mikill til þess, að ég gæti flýtt mér,
og þegar ég loks komst upp á járnbrautarstöðina, rann lestin af
stað fvrir framan nefið á mér. I þeirri lieimskulegu von, að ég
gieti lilaupið upp járnhrautarlest, tók ég sprettinn á eftir henni
eins liart og ég komst, en öllum liinum mörgu áhorfendum til
niikillar ánægju og skemmtunar fjarlægðist lestin óðfluga, og ég
stóð rennsveittur og ragnandi eftir á járnbrautarteinunum, er eim-
lestin livarf sjónum mínum inn í skógarþvkknið.
Ég hef alltaf skoðað það sem hina mestu smán, að verða stranda-
glópur, í hvaða merkingu orðsins sem er. En í þetta sinn skoðaði
eg það rniklu fremur sem liamingjusamlegt atvik, og að minnsta
kosti ráðlegg ég engum að hlaupa á eftir járnbrautarlest í þeim
tilgangi, að ætla sér að ná í liana. Þá er betra að bíða eftir næstu
lest, eða, ef leiðin er ekki því lengri, að fara hana fótgangandi.
Ég tók þennan síðari kost og varð því sárfeginn, að hafa misst af
lestinni, því að svo fagurt var landið á leiðinni og fögnuður minn
yfir dásemdum náttúrunnar djúpur. Ég vissi ekkert, livar vegur-
inn til Tessarete lá, og þess vegna gekk ég eftir járnbrautarspor-
unum, enda þótt slíkt varði sektum, ef uppvíst verður.
Ef maður lítur um öxl, liefur maður stöðugt hið undurfagra
útsýni yfir Lugano, vatnið, San Salvatore, Monte Generoso og
Monte Bre. Til vinstri liandar var þéttur kastaníuskógur, en til
hægri handar dalverpi með ökrum, graslendi eða matjurtagörð-
um og fallegum, hvítum þorpum með stuttu millibili. Skammt frá
Lugano er húsaþyrping, sem aiefnist Trevano, en þar skammt frá