Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 118
214
PONTE CAPRIASCA
EIMREIÐIN
er fraeg liöll með sama nafni og sem oft hefur verið getið í sviss-
neskum blöðum. Umhverfis höllina eru víðáttumiklir lystigarðar
með grasvöllum, leikvöngum, skógi, blómabeðum, myndastyttum
og gosbrunnum. En höllina sjálfa byggði rússneskur auðmaður í
þeim tilgangi að gera liana að söngleikahöll. Einka-bygginga-
meistari Alexanders II. Rússakeisara sá um bygginguna og hinn
frægi suður-svissneski lÍ6tamaður Vincenzo Vela vann einnig að
lienni. Eigandinn fékk þangað góða leikkrafta, hélt stóca hljóm-
sveit og Castello di Trevano varð á tímabiii að svissneskri Bayreuth
—• að paradís fyrir náttúruelskandi tónlistarvini. í Trevano söfn-
uðust saman efnamenn og auðkýfingar frá ýmsum löndum, liöllin
varð að ævintýrasloti, og liinar ótrúlegustu sögur mynduðust um
liöllina, urn ástir og sorgir, harmleiki og ævintýri, sem þar áttu
að hafa gerzt. Eftir dauða rússneska auðkýfingsins gekk höllin
kaupum og sölum í fjöldamörg ár, leikhúsið lagðist niður, og síðan
hefur þar aldrei skeð neitt sögulegt eða markvert. Árið 1926 var
það altalað, að Vilhjálmur Þýzkalandskeisari ætlaði að flytja
þangað frá Doorn, en af því varð samt aldrei.
Ég liélt áfram eftir eimlestarsporunum með hina sömu undur-
fögru útsýn yfir dalbotninn, þorpin og akrana, og eftir hálfa aðra
klukkustund var ég kominn til Tessarete, miklu sælli og ánægðari
heldur en ef ég liefði farið með járnbrautarlest. Mér var að vísu
óþægilega heitt, en hlaupin á eftir eimlestinni áttu sinn þátt í því.
Tessarete er stórt og myndarlegt þorp með stórri kirkju og
háum kirkjuturni. Ihúar þorpsins eru auðugir bændur, enda er
umliverfi þorpsins með afhrigðum frjósamt. Eftir aðalgötunni
kemur bifreið með feikna hraða, en rekur sig óvart á geitnahóp
og nokkrar kýr, sem ganga með mestu virðingu eftir götunni.
Geiturnar glápa heimskulega á þetta kolsvarta skrýmsli, en kýrnar
sveifla hölunum með undraverðum hraða beint upp í loftið, eins
og þær séu að gefa bílstjóranum rnerki um að nema staðar; svo
snúa þær sér við og hlaupa eins liart og fætur toga í gegnum
þorpið. Á eftir þeim hleypur 10—12 ára gamall strákur, snögg-
klæddur, í svörtum stuttbuxum með svartan hatt á liöfði og þunga,
járnrekna klossa á fótunum. En hann liefur ekki roð við kúnurn,
frekar en ég við járnbrautarlestinni áður um morguninn, og þegar
allar vonir eru þrotnar um að komast fyrir þær, hrópar hann:
„kus, kus“ hástöfum og með grátstaf í kverkunum. Þannig livarf