Eimreiðin - 01.04.1945, Page 122
218
PONTE CAPRIASCA
EIMREIDIN
jafnframt að játa manndóm lians. 1 stað liins gullskyggða guðs
miðaldanna, kom maður með andlitsdrætti og svip, með göfug-
mannleg augu og takinarkalausa þjáningu í andlitinu. Lögmál
fortíðarinnar voru brotin og önnur ný komin í staðinn. Heims-
skoðun miðaldanna nötraði á grunni sínum, en trúin á manninn
fór í þess stað sigurför um lieiminn.
„Kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo da Vinci var hinn mikli boð-
skapur endurreisnartímabilsins, boðskapur bins nýja tíma. Og það
virðast ef til vill dálítið kaldbæðnisleg örlög, að nú, þegar boð-
skapurinn befur sigrað, skuli málverkið, sem boðaði hina sigrandi
stefnu, vera fallið í rústir. En ég dái þessi örlög — ég dái þau
vegna þess, að tilgangi listaverksins er náð, það á ekki lengur rétt
á sér nema sem söguleg staðreynd eða sögulegur vitnisburður —
en þannig á ekkert listaverk rétt á sér. Réttur listaverksins er
fólginn í boðskap þess, ókomnum sannleik eða táknræni.
Ég bygg, að það liafi verið af þessari ástæðu, að „Kvöldmáltíðin“
í Ponte Capriasca breif mig ekki, þegar ég stóð fyrir framan liana
ásamt mörgum öðrum hrifnum gestum. Ég neita því ekki, að
formið er aðdáunarvert, að lífið í látbragði, svip og handatil-
burðum lærisveinanna er óviðjafnanlegt, og það, sein vakti mesta
undrun mína, var það, að Vinci hefur ekki gert sér far um að
mála neina undraverða fegurð eða göfgi í svip lærisveinanna,
lieldur hefur hann málað menn eins og þeir koma manni venju-
legast fyrir sjónir, menn, sem örlög lífsins liafa meitlað og mótað,
menn, sem eru fullir af andstæðum bið ytra sem innra, livort
beldur það er göfgin sjálf klædd persónugervi, eða livort það eru
gráðugir Júðar með ástríðukenndar livatir mótaðar í svip sinn
og andlitsfall. Þannig er myndin bin dásamlegasta túlkun þeirrar
stefnu, sem benni var ætlað að boða á sínum tíma, og bún er enn
í dag dásamlegt dæmi um ytra form listaverks.
En það er ekki formið, það er ekki búningurinn, sem ég leita að
í listaverkinu — og yfir höfuð leita ég aldrei að neinu í listaverki,
lieldur verður það að leita yfir til mín og snerta mig eða hrífa.
En þegar listaverk brífur mig, þá er það miklu fremur fyrir ann-
að en ytri búning þess. Það er oftar eða jafnvel alltaf fyrir boð-
skap þess, stórfengleik, ókominn sannleik þess eða táknræni.
Þegar sannleikur einbvers listaverks er orðinn viðurkenndur — að
inaður tali ekki um sögulegur — þá er gildi listaverksins í mín-