Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 124
220
PONTE CAPRIASCA
eimreiðin
Það er jákvæð og neikvæð orka og í þriðja lagi lilullaus orka,
eins og lijá óæðri lífsverum. Sálarorka illra nianna, reiði, lialur,
fyrirlitning o. f]., kemur styrjöldum til leiðar, morðum og öðrum
illverkum. Þessi illa sálarorka er að því leyti sterkari en sú góða,
að hún á miklu auðveldara með að inargfaldast. 1 styrjöldum
er Jijóðlífið svo gagnsýrt af hatri og illvilja, að góðar liugsanir
komast tæplega að. En það er enn ekki til sú jákvæða orka, sem
liægt er að margfalda á jafn skömmum tíma og hina neikvæðu
orku styrjaldanna. Hin jákvæða orka er nær aldrei orka heildar,
lieldur aðeins orka einstaklings — og umfram allt orka listamanna.
Yið kunnum að samstilla neikvæða orku, en ekki hina jákvæðu.
Þetta stafar af því, að mannkynið skortir skilning á listinni og
eðli hennar; það skortir ennþá skilning á því dýpsta og fegursta,
sem bærist í tilverunni, — en það er hinn jákvæði eða guðlegi
máttur.
Þegar ég fór til Ponte Capriasca að skoða „Kvöldmáltíðina“
þar, þá var það ekki fyrst og fremst fyrir forvitnis sakir og enn
síður til að gagnrýna gildi listaverksins, heldur fór ég þangað í
von um að hitta þar fegrandi eða göfgandi sannleik, sem megn-
aði að auðga og þroska sál mína.
En ég játa það, að hversu fagurt sem listaverkið er, hversu
stórkostleg sem hugsunin er, sem liggur á bak við það, og liversu
mikil álirif sem það kann að liafa á aðra menn, þá hafði ekkert
af þessu áhrif á einstaklingseðli mitt. En einmitt vegna þess,
að ég er einstaklingur, þá er ég heldur ekki neinn mælikvarði á
annarra skoðanir né tilfinningar, og mér leyfist því heldur ekki
að dæma livorki „Kvöldmáltíðina“ né annað — nema aðeins fyrir
mig einan.
Þorsteinn Jósefsson.