Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 125
12JM11EIÐIN
Dáleiðslan og draumalandið.
Eftir dr. Alexander Cannon.
[Grein þessi er þýdd úr læknablaðinu The Medical Press and Circular
frá 25. okt. 1944. Höfundurinn er lesendum Eimreiðarinnar áður kunn-
ur af bókum hans, Máttarvöldin og Ósýnileg áhrifaöfl, sem báðar hafa
birzt í íslenzkri þýðingu hér í Eimreiðinni, ásamt fleiri greinum eftir
sama höfund. Alexander Cannon, doktor í læknisfræði og heimspeki,
er læknir og forstöðumaður taugasjúkdómadeildar sjúkrastofnunar-
innar á Isle of Man, réttarlæknisfræðingur við hæstarétt og gegnir
ýmsum fleiri mikilvægum störfum. Síðari hluta þessarar greinar hans
er sleppt hér, þar sem hann snertir aðeins læknastéttina, en ekki al-
menning. Síðar mun lesendunum ef
rýjustu rannsóknum dr. Cannons
Skyldleiki dáleiðslu við
venjulegan svefn er óyggjandi,
og verður dáleiðslan í eðli sínu
aðeins greind frá honum af
sambandinu, sem er á tnilli sof-
andans og dávaldsins. Það sam-
band er ávallt fyrir bendi í dá-
leiðslu, en þarf ekki að vera í
svefni. Ekki má blanda bugtak-
inu „svefn“ saman við bugtak-
ið „ofþreyta“. Þreytu og svefni
er stundum ruglað saman á
mjög óheppilegan hátt, því
þetta tvennt er livort öðru al-
gerlega óliáð. Syfja og þreytu-
kennd þarf alls ekki að fara
saman, þó að oft fylgi svefn
þreytu. 1 lífeðlisfræðinni er
kennt, að svefninn komi af
þreytu, en þetta er ekki svo.
Jafnvel þótt mikil áreynsla á
til vill gefast kostur á frásögn af
á ýmsum sálrænum fyrirbrigðum.
Ritstj.]
lieilann orsaki venjulega þreytu
og þreytan sé venjulega samfara
syfju, þá verðum vér að lialda
fram þvert gegn þessu fjórum
eftirfarandi atriðum: 1) Áköf
þreyta veldur oft svefnleysi. 2)
Menn verða oft enn syfjaðri af
að sofa lengi en stutt. 3) Þreyta,
syfja og örmagnan birtast oft
algerlega óbáð livað öðru. 4)
Syfja gerirvenjulega vartvið sig
á ákveðnu skeiði sólarbrings-
ins: háttatímanum. Þessi tími
er af vana og sjálfssefjun orð-
inn sá tími, er mann syfjar á.
En sé maður nauðbeygður til
að vaka fram yfir háttatímann,
verður maður afsyfjaður aftur,
enda þótt þreytan aukist.
Lífeðlisfræðingar hafa reynt
að mæla magn svefns með því