Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 127
KIMREIÐIN
DÁLEIÐSLAN OG DRAUMALANDIÐ
223'
draumalífinu við vökuvitund
vora. Vér finnum, að svefnvit-
undin er ólík vökuvitundinni,
en að sú fyrrnefnda nálgast þá
síðari því meir sem svefninn er
lausari. Að svo miklu leyti sem
vökuvitundinni er unnt að
skyggnast inn í "draumalandið,
getum vér aðgreint svefnvit-
undina frá vökuvitundinni á
þrennan hátt. 1 fyrsta lagi:
Svefnvitundin sýnir ekki skarp-
an greinarmun milli innri
kennda og ytri eftirtektar, þar
sem allar kenndir verða þar
meira og minna að ofskynjun-
um, fá á sig frumlœgan blæ
fyrirbæra og stæla raunverulega
atburði.
I öðru lagi: Skýrleiki og ná-
kvæmni vökuskynjana, sem
verða til fyrir álirif, er bvorugt
venjulega fyrir liendi í draumi.
En draumaskynjanin verkar
aftur á móti ákaflega sterkt á
tilfinninguna og getur valdið
nijög máttugri andverkan á
taugakerfið. Draumur getur
valdið því, að út um dreymand-
ann slái svita. Draumur getur
valdið krampakenndum vöðva-
samdrætti, óstjórnlegri skelf-
ingu og — sé um „erótiskan1"
draum að ræða — sáðfalli, án
þess nokkuð komi við getnaðar-
liminn. En í vöku er mjög sjald-
gæft, að „erótiskar“ kenndir
valdi slíku á þann bátt.
1 þriðja lagi: Draumskynj-
anir eru mjög ótryggilega sam-
ansettar, gagnstætt hugsun og
skynjun vakandi manna. Venju-
lega eru þær mjög lauslega
tengdar. Hin reglubundna, ó-
sjálfráða rökvísi í liugsun vak-
andi manns, sem er orðin að
eðlishvöt og smámsaman hefur
orðið að óskeikulli sálarorku í
lífinu, er ekki sérstaklega áber-
andi í svefni. Meðvitundin er
greinilega í óvirku ástandi í
svefninum eða vikin burt mn
stundarsakir. Þess vegna dreym-
ir menn alls konar sundur-
lausan þvætting. öll blutföll
tíma og rúms skekkjast og skæl-
ast. Og aðeins þegar sofið er
laust iná koma við einhverjum
rökum, en mjög sjaldan í djúp-
um svefni. Þessi vísir til rök-
vísrar bugsunar í draumi, sem
vart verður endrum og eins, get-
ur þá valdið því, að tvær vit-
undir starfi saman í einu:
draumvitundin, sem trúir á
hugarburðinn, og bin, sú sem
er skyld vökunni og segir við
sjálfa sig: „Nei, þetta er allt
draumur. Ég sem ligg liálfsof-
andi í rúminu!“ Þessi þrjú sér-
kenni svefnvitundarinnar eru
sams konar og í dáleiðslu, því
þar gætir mjög ofskynjana,
verkana frá þeim og röskunar í
taugastöðvum allrar rökvísrar