Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 128
224
DÁLEIÐSLAN OG DRAUMALANDIÐ
KIMREIDIM
liugsunar, en allt þetta skapar
ágæt skilyrði til sefjunar.
Alveg eins og vaninn ræður
mestu um, livenær vér sofnum,
eins ræður hann mestu um, hve-
nær vér vöknum. Flestir vakna
á ákveðnum tíma á morgnana.
Er svefninn þá oft léttur, und-
ir það að vaknað er. Menn smá-
losa svefninn, eins og kallað er,
og í þessum hálfsvefni berast
draumarnir inn í vökuvitund-
ina. Stundum vekja draumarnir
einnig sofandann.
Hæfileiki manna til að vakna
á ákveðnum tíma grundvallast
á áhrifamætti meðvitundarinn-
ar á undirvitundina. Vöknunar-
tímanum þrýstir meðvitundin á
tjald hugans með nákvæmni og
einbeitingu. Málarinn einbeitir
huganum að myndinni, sem
liann er að mála, en útilokar
allt, sem truflar hann, frá starf-
inu. Sama verðum vér að gera.
Vér megum ekki láta neitt
trufla oss, meðan vér málum
myndina af takmarki voru á
tjald liugans. Þetta á ekki sízt
við um svefn og dáleiðslu.
I dáleiðslu má greina ýms
stig, svo sem léttan svefn frá
djúpum. Létta svefninum fylgja
endurminningar um drauma,
þegar vaknað er. Djúpur svefn
er aftur á móti að jafnaði án
endurminninga um drauma. Sá
dáleiddi man ekkert, þegarliann
ervakinn. 1 djúpumsvefni fram-
kvæma menn þó oft alls konar
athafnir, ganga í svefni, leysa
flókin dæmi, tala og beita jafn-
vel valdi við aðra, án þess að
liafa um þetta nokkra hug-
mynd eftir á. Öll þessi fyrir-
brigði svefnsins liafa verið við-
urkennd í réttarlæknisfræðinni
sem sannanir þess, að menn séu
ekki ábyrgir gerða sinna í
svefni. En þessi dæmi sýna
jafnframt, að þótt maður mmii
ekkert, livað komið liefur fram
við liann í svefni, þá er það
ekki af því, að vitund lians sé
þurrkuð út í svefninúm, heldur
er hún aðeins einangruð frá
vökuvitundinni.
Fleslir gleyma jafnharðan
öllu, sem þá dreyinir. Sé mað-
ur vakinn snögglega af svefni,
man hann að vísu síðustu slitrin
af draum sínum, en gleymir
þeim undir eins, nema að hann
skrifi þau hjá sér samstundis og
hann vaknar. Það, sem eftir
verður af draumnum og kenist
yfir í vökuvitundina, skekkist
þó oftast svo, að draummyndin
verður ófullkomin, brengluð
eða ofskynjun.
Niðurl. næst.