Eimreiðin - 01.04.1945, Side 129
eimreiðin
r/ þessum bálki eru meSal annars birt bréf og gagnorðar umsagnir
frá lesendunum um efni þau, er EIMREIÐIN flytur, eSa annaS á dagskrá
þjóSarinnar. Bréfin séu sem stuttorSust, vegna rúmsins.]
SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ
I smágrein í Eimreiðinni 1944
vék ég að því, að á sínum tíma
var með samtökum nokkurra
manna komið í veg fyrir það, að
gefin yrði út ófullkomin útgáfa
af ritum Sigurðar Breiðfjörðs,
an jafnframt gengið svo frá, að
þau yrðu gefin út í heild og svo
til útgáfunnar vandað sem frek-
ast er kostur á. Ekki kom mér
Þá til hugar, að neitt hefði verið
athugavert við þessar aðgerðir,
né heldur hitt, að geta þeirra.
Ég taldi ráðstöfunina lofsverða,
°g tel hana það enn, alveg eins
þó að ég ætti upptökin að henni.
En um það atriði gat ég ekki,
enda skipti það engu máli. Mér
kom því ekki lítið á óvart að sjá
í nýútkominni Eimreið, að Jóh.
Gunnar Ólafsson bæjarfógeti
hefur fundið sig til þess knú-
*nn að birta þar „andmæli“
gegn þessu. Hann talar þar líka
uni ámæli af minni hálfu, og
veit ég ekki, hvar það er að
finna. Ég hafði sem sé engum
ámælt.
Vegna andmælanna mun
þykja hæfa, að ég geri grein
fyrir málinu, eða minni hlut-
deild í því. Það er líka fljótgert.
Fyrir tveim árum komst ég að
því, að ísafoldarprentsmiðja
hafði tekizt á hendur, eins og
líka bæjarfógetinn nú sannar,
að gefa út ófullkomna útgáfu
af ritum Sigurðar Breiðfjörðs.
En þeir munu fleiri en ég, sem
kalla mundu þá útgáfu meira en
lítið ófullkomna, er sleppti bæði
rímum og óbundnu máli. Nú er
það svo, að Sigurður er tvíllaust
eitt af fremstu skáldum þjóðar-
innar og eitt hinna allra-mikil-
virkustu, þótt hroðvirkur væri
hann á stundum. En ekkert rita
hans hefur hingað til komið í
viðunandi útgáfu, að N ú m a -
r í m u m undanskildum. Því er
nú meiri þörf á vandaðri útgáfu
af ritum hans en nokkurs ann-
ars skálds. En engan speking
þurfti til þess að sjá það, að
kæmi nú ófullkomin útgáfa,
mundi hún um langan tíma
verða þröskuldur í vegi annarr-
ar betri. Hins vegar er það al-
þjóð kunnugt, að ágætur
15