Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 131
eimreiðin
RADDIR
227
inn, sem þó er gefið í skyn, að
ég hafi talið nokkurn forleggj-
nra undan launagreiðslum fyrir
þau störf, sem fyrir hann voru
unnin. Það hef ég aldrei gert.
En úr því að J. G. Ó. tók til
máls —- hyggur hann, að það,
sem hann hefur um Sigurð
Breiðfjörð skrifað, eða annars
nokkuð það, er hann hefur skrif-
nð, veki traust mitt eða annarra
a honum til þess að gera þessu
skáldi skil, slíkt vandaverk sem
það er? Ég bara spyr.
Alveg skal það óátalið af mér,
að J. G. Ó. gefi út fyrirhugað
úrval sitt, úr því að hann telur
sig til þess fallinn. En það veit
hamingjan, að ekki er það
vandalaust starf, sem hann
tekst þar á hendur — „sem
eins konar sárabætur". Og
skyldu allir verða ánægðir með
verkið, ef ekki er sinnt öðru en
»,kvæðum og lausavísum Sig-
nrðar, að undanskildum rím-
Um“ ? Ætli ekki að einhver
kynni betur við að sjá þar eitt-
hvað úr þriðju rímu N ú m a -
r í m n a — svo að ég nefni eitt
dæmi af ákaflega mörgum.
Með þessu vona ég, að málið
geti verið útrætt af minni hálfu.
22. maí 1945.
FYRIRHUGUÐ EFNISSKRÁ
Eins og skýrt var frá í
R ö d d u m síðasta heftis Eim-
reiðarinnar, er í ráði að gefa út
í sérstöku hefti Efnisskrá Eim-
reiðarinnar 1895—1945 eða fyr-
ir síðastliðin fimmtíu ár. Var
tekið fram, að ekki væri unnt
að segja um með vissu hvenær
efnisskráin kæmi út á yfir-
standandi ári.
Við þetta er rétt að bæta þvi,
að meginhluti handrits dr. Stef-
áns Einarssonar að skránni er
nú kominn í hendur ritstj. En
þó er enn ókomið niðurlag
skrárinnar, og hefur semjandi
tjáð, að vegna anna hans kunni
að dragast eitthvað, að hægt
verði að lúka því. Þetta breytir
þó engu um útkomu skrárinnar,
sem þegar hefur verið ákveðin.
Hún ætti að verða komin út um
næstu áramót eða snemma á
næsta ári.
Þeir áskrifendur, sem þegar
hafa pantað skrána og sent and-
virði hennar, kr. 10,00, ganga
fyrir öðrum um afgreiðslu,
undir eins og hún kemur út. —
Allar pantanir að efnisskránni
óskast sendar sem fyrst Bóka-
stöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti
6, Reykjavík.
Sn. J.