Eimreiðin - 01.04.1945, Síða 132
EIMREIÐIN
Leiklisiin.
Leikfélag Reykjavíkur: Kaupmaðurinn
í Feneyjum. Gift eða ógift?
Fjalakötturinn: Maður og kona.
Menntaskólaleikurinn: Kappar og vopn.
Leikfélag templara: Sundgarpurinn.
Leikfélag Hafnarfjarðar: Hreppstjór-
inn á Hraunhamri.
Síðari hluti leikársins 1944—
45 var ekki síður viðburðaríkur en
hinn fyrri. Menntaskólanemendur
lögðu fyrstir út og höfðu að þessu
sinni háspil á hendi, spaðatvistinn
í treikortinu. Það var andróman-
tiski gamanleikurinn Kappar og
vopn eftir Bernard Shaw. Leik-
félag Reykjavíkur gaf þá í laufa-
drottningu, Kaupmanninn í Fen-
eyjum eftir Shakespeare, og hafði
þó áður tekið slag á tígulkónginn,
Pétur Gaut eftir Ibsen. Til gam-
ans skal þess getið, að einn fræg-
asti leikflokkur Breta, Old Vic
Players í London, hóf starfsemi
sína á þessu leikári með sýningum
á Pétri Gaut, Köppunum og þriðja
leikriti eftir Shakespeare, þó ekki
Kaupmanninum, heldur Ríkarði
þriðja. Svo mikið þótti vandlátum
gagnrýnanda, Ashley Dukes, til
þessa leikritavals koma, að hon-
um fannst leiksviðið í London hafa
skipt um svip. (Repertory at last:
Theatre Arts, Jan. 1945.) Hvað
megum vér þá ekki segja, þegar
sama fína treikort er spilað hér í
fásinninu?
Af skiljanlegum astæðum leiði
ég hjá mér frekari umsögn um
Menntaskólaleikinn. Eins er sýn-
inga Leikfélags templara aðeins
getið vegna yfirlitsins. Leikstjóri
í báðum þessum leikjum var und-
irritaður.
Kaupmaðurinn í Feneyjum var
frumsýndur 23. marz. Réttilega var
að því fundið, að svo veigamikið
leikrit skyldi tekið fyrir svo seint
á leikárinu. Samt náði leikurinn
tuttugustu sýningunni í maí-lok,
og verður það að teljast góður
árangur. Sýnii hann, að leikhúss-
gestir hér kunna gott að meta, því
hér tókst svo vel til, að öndvegis-
leikriti var fenginn virðulegur
búningur í framsetningu og með-
ferð. Fyrst og fremst ber að þakka
þýðandanum, Sigurði Grímssyni
rithöfundi, þenna ágæta árangur.
Þýðing hans er lipur og ljós. Ljóð-
rænni fegurð leiksins nær 'hann
ágætlega með látlausu orðavali og
heppilegri umskrift samlíkinga.
Yfir höfuð stingur þýðingin mjög
í stúf við það, sem vér höfum átt
að venjast um þýðingar á ljóðuð-
um leikritum. Einkanlega vil ég
benda á þýðinguna á ræðu Portíu
og ástamálin í byrjun lokaþáttar.
Næst afreki þýðandans verður að
telja afrek leikstjórans, Lárusar
Pálssonar. Þrátt fyrir þrengslin á