Eimreiðin - 01.04.1945, Side 135
EIMR15IÐ1N
Dniitri Mereskowski: LEONAliDO
DA VINCI. Björgúlfur Ólafsson ís-
lenzkaSi. Akureyri 1915. (Léiftur
h.f.).
Leonardó frá Vinci mun hafa verið
einliver fjölhæfasti og stórbrotnasti
listamaður, sem sögur fara af. Þó að
ekkert hefði varðveizt af myndlista-
verkum hans, sem samlíð hans dáðist
mest að, og enda mörg þeirra glötuð
uú, myndi frægð hans standa ó-
högguð, svo lengi sem liinna geysi-
miklu ritverka hans yrði minnzt.
Dagbækur hans og athuganir hera
honum vitni sem ein-um vitrasta liugs-
uði allra tíma og uppfinningamanni,
8em lagði undirstöðurnar að ýmsum
mestu uppgötvumim og framförum
mannsandans næstu 4—5 aldir. Sam-
tíð lians vissi fátt eða ekkert um þetta
vísindastarf hans. Dómur hennar um
meistara Leonardó fólst í þessum
orðum ævisagnaritarans Vasari:
niolto piú operö colle parole che coi
fatti — afrek hans voru meiri í orði
en á borði. Sennilega væri fátt, sem
hann ekki gætj eða þættist geta, en
sá ljóður væri á ráði hans, að hann
lyki aldrei við neitt.
í bók Meresjkovskis gefst mönn-
um kostur á að kynnast ýmsum at-
hugunum og hugsjónum þessa af-
hurða snillings. Það er ekki ævisaga í
venjulegu forini, aðeins þæltir úr lífi
hans og sögu samtíðariunar, lauslega
tengdir saman með ívafi skáldskapar
og andríkis. Höfundurinn hirtist í
verki sín.i sem listagagnrýnir, sagn-
fræðingur og heimspekingur, fremur
cn skáld. Hann fléttar inn í sögu-
þráðinn þær skoðanir eða hugmynd-
ir, sem hann vill koma á framfæri við
lesendurna. Skáldskapur og vísindi
haldast í hendur, mynda fullkomna
heild. Bókin er hvorttveggja i senn,
lærdómsrík og skemmtileg, og slíkar
hækur eru góðar. í fyrstu köflunum
segir mest af Giovanni Beltraffio eða
Boltraffio, lærisveini Leonardós, veik-
lunduðum listamanni, sem hvarflar
eins og leiksopp-ar milli kristilegs trú-
arofstækis (Savonarola) og andstæðu
þess, „livítu fordæðunnar“. Einliverj-
ir minnisstæðustu kaflarnir eru um
Zoroastro (eða Astro), sem var „lif-
andi ásökun um misheppnaðan lífs-
drauin meistarans, mannsvængina.“
Ýmsar myndir úr hirðlífinu i Mílanó
og einkum hertogahjónin sjálf, Moro
og Beatrice, verða lesandanum hug-
stæð. Þá ekki síður frásögnin af
Alexander páfa Borgia og syni lians,
Cesare, sem höfundurinn virðist hafa
samúð með, eins og skín í gegn um
viðræður Leonardós við mesta stjórn-
málafagmanninn, sem þá var uppi,
Niccoló Macliiai clli, ritara tíu manna
stjórnarráðsins i Flóreiis. Annars eru
fleiri kaflar athyglisverðir en licr er
rúm að telja upp.